Félag atvinnurekenda flaggar röngu tré… enn einu sinni Erna Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2021 15:31 Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar