Sextán stig gætu á sama tíma dugað inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 14:01 Haukarnir myndu fagna mest ef úrslitin yrðu eins og farið er yfir hér fyrir neðan. Hér fagna Hansel Atencia og Hilmar Pétursson körfu í sigurleik á móti Tindastól á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferðir Domino´s deildar karla í körfubolta eiga örugglega eftir að bjóða upp á mikla dramatík enda eru lið á sama tíma á barmi þess að komast í úrslitakeppnina og að falla úr deildinni. Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið. Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið.
8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis)
8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis)
9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik)
Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira