Risar mætast í Krikanum þar sem titilbaráttan réðst síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2021 11:00 Birkir Már Sævarsson skoraði tvö marka Vals í Kaplakrika í fyrra. vísir/vilhelm Þegar líður að lokum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í haust eru ágætis líkur á því að úrslitin í stórleik FH og Vals, í Kaplakrika í kvöld, hafi áhrif á það hvaða lið landar Íslandsmeistaratitlinum. Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum. Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum.
Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira