„Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2021 12:00 Njarðvík getur fallið og komist í úrslitakeppni er ein umferð er eftir af deildarkeppninni. vísir/bára Sævar Sævarsson, einn af spekingum Domino's Körfuboltakvölds, segir að Njarðvík sé stórhættulegt lið í úrslitakeppninni, komist þeir þangað. Benedikt Guðmundsson, annar spekingur, bætti við að fallbaráttan væri erfiðust fyrir harða Njarðvíkinga sem þjálfa liðið. Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Sjá meira
Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum