Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 11:31 Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík gætu þurft aðstoð frá Herði Axel Vilhjálmssyni og félögum í Keflavík í kvöld. Samsett/Vilhelm Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. „Við viljum alls ekki að Njarðvík falli,“ segir Keflvíkingurinn og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem Vísir fékk til að varpa ljósi á ríginn á milli félaganna í Reykjanesbæ. Magnús, sem lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum, segir að Keflvíkingar muni ekki halda aftur af sér á Egilsstöðum í kvöld, þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Höttur þarf að vinna Keflavík til að halda sér uppi, og treysta á að Njarðvík tapi gegn Þór Þorlákshöfn. „Það er mikill misskilningur í gangi með þetta. Það er vissulega mikill rígur á milli liðanna og menn vilja að hinir tapi, en það er bara svo asnalegt og lélegt fyrir körfuboltann ef að Njarðvík fellur. Keflvíkingar eru ekki að fara að mæta, eins og heyrst hefur, með eitthvað unglingaflokkslið á Egilsstaði. Keflavík er bara að fara að gíra sig upp í úrslitakeppni, ætlar að taka Hött og Njarðvík myndi þá halda sér uppi. Það er ekki þannig í Keflavík að hatrið sé það mikill að menn vilji láta Njarðvík falla,“ segir Magnús. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi mörgum í höllina Það er vel mögulegt að í stað þess að Njarðvík falli þá mæti liðið Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Ég held að Keflavík myndi frekar vilja rústa Hött og vona að Njarðvík vinni Þór Þorlákshöfn, svo að Keflavík og Njarðvík mætist í 8-liða úrslitum. Það er mikið skemmtilegra heldur en að gera grín að Njarðvík í 1. deild. Það á ekki við,“ segir Magnús sem segir að ef til þess kæmi að Njarðvík félli þá yrði sérstaklega erfitt að horfa upp á vin sinn Loga Gunnarsson bíta í það súra epli. Njarðvíkingar geta ekki andað rólega fyrr en í fyrsta lagi að leik loknum í kvöld: „Þeir eru í 9. sæti og það er hrikalegt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa að klára þetta tímabil með sæmd og vinna Þór Þorlákshöfn, og ef að Haukar vinna Þór Akureyri þá fáum við Keflavík gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi helst þúsund manns í höllina þannig að það verði almennilegt stuð hér í Reykjanesbæ.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45. Dominos-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
„Við viljum alls ekki að Njarðvík falli,“ segir Keflvíkingurinn og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem Vísir fékk til að varpa ljósi á ríginn á milli félaganna í Reykjanesbæ. Magnús, sem lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum, segir að Keflvíkingar muni ekki halda aftur af sér á Egilsstöðum í kvöld, þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Höttur þarf að vinna Keflavík til að halda sér uppi, og treysta á að Njarðvík tapi gegn Þór Þorlákshöfn. „Það er mikill misskilningur í gangi með þetta. Það er vissulega mikill rígur á milli liðanna og menn vilja að hinir tapi, en það er bara svo asnalegt og lélegt fyrir körfuboltann ef að Njarðvík fellur. Keflvíkingar eru ekki að fara að mæta, eins og heyrst hefur, með eitthvað unglingaflokkslið á Egilsstaði. Keflavík er bara að fara að gíra sig upp í úrslitakeppni, ætlar að taka Hött og Njarðvík myndi þá halda sér uppi. Það er ekki þannig í Keflavík að hatrið sé það mikill að menn vilji láta Njarðvík falla,“ segir Magnús. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi mörgum í höllina Það er vel mögulegt að í stað þess að Njarðvík falli þá mæti liðið Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Ég held að Keflavík myndi frekar vilja rústa Hött og vona að Njarðvík vinni Þór Þorlákshöfn, svo að Keflavík og Njarðvík mætist í 8-liða úrslitum. Það er mikið skemmtilegra heldur en að gera grín að Njarðvík í 1. deild. Það á ekki við,“ segir Magnús sem segir að ef til þess kæmi að Njarðvík félli þá yrði sérstaklega erfitt að horfa upp á vin sinn Loga Gunnarsson bíta í það súra epli. Njarðvíkingar geta ekki andað rólega fyrr en í fyrsta lagi að leik loknum í kvöld: „Þeir eru í 9. sæti og það er hrikalegt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa að klára þetta tímabil með sæmd og vinna Þór Þorlákshöfn, og ef að Haukar vinna Þór Akureyri þá fáum við Keflavík gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi helst þúsund manns í höllina þannig að það verði almennilegt stuð hér í Reykjanesbæ.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira