Fimmta hver stelpa í tíunda bekk prófað nikótínpúða: „Þetta eru skelfilegar tölur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2021 11:52 Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. Sautján prósent stráka og nítján prósent stelpna í 10. bekk hafa prófað nikótínpúða, samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur kannabisneysla meðal barna í áttuna til tíunda bekk aukist og færri meta andlega heilsu sína góða. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu, segir áhyggjur hafa verið uppi um að vímuefnaneysla kynni að aukast meðal barna í heimsfaraldri. „Heilt yfir er neyslan ekki að aukast en við sjáum með kannabisneyslu, það að hafa prófað kannabis einu sinni eða oftar um ævina, mælist núna átta prósent meðal nemenda í 10. bekk, fjögur prósent meðal nemenda í 9. bekk og tvö prósent meðal nemenda í 8. bekk,“ segir Margrét og bætir við að heilt yfir hafi kannabisneysla hækkað á landsvísu um 1,5 prósent meðal nemenda í 10. bekk frá því í febrúar 2020. „Þetta sýnir okkur að við þurfum að halda áfram fræðslu og fræða börnin okkar um skaðsemi kannabisreykinga, sem hefur verið normalíserað í samfélaginu okkar,“ segir Margrét. Fleiri prófað nikótínpúða Þriðjungur barna í 10. bekk hafa prufað rafrettur einu sinni eða oftar um ævina og tæplega fjórðungur barna í 9 bekk en þetta er lægra hlutfall en í fyrra. Margrét telur að lagasetning og umræðu um skaðsemi rafrettna hafi hjálpað. „En það sem við sjáum að er nýtt í lífi barnanna okkar, það eru nikótónpúðarnir, og við spurjum í fyrsta skipti um það í október 2020 og þá sáum við að tíu prósent nemenda í 10. bekk höfðu notað nikótínpúða og hlutfallið hækkar enn núna. Við sjáum að það eru sautján prósent stráka og nítján prósent stelpna sem hafa prófað nikótínpúða í vör einu sinni eða oftar um ævina í tíunda bekk,“ segir Margrét. Það komi á óvart hve hátthlutfall barna prófi sig áfram með nikótínvörur. „Og jafnvel farin að nota þetta daglega. Þetta eru skelfilegar tölur,“ segir Margrét. Andleg líðan lakari Þá mælast breytingar á andlegri líðan barna og ungmenna. Í febrúar 2021 mátu aðeins sextíu og fimm prósent stráka í 10. bekk andlega heilsu sína góða eða mjög góða og fjörutíu og eitt prósent stelpna. „Þau meta andlega líðan síðan lakari nú en þau gerðu í október 2020 og í febrúar 2020. Þetta er bara þeirra eigið mat og við sjáum að þau eru hlutfallslega færri núna sem meta andlega heilsu sína góða, en sér í lagi stelpurnar og það eru ansi uggvænlegar tölur. Það góða við að hafa þessar tölur er að við getum gripið inn í. Við sjáum hvernig börnunum okkar líður og vitum þá hvar við eigum að beina sjónum okkar,“ segir Margrét. Börn og uppeldi Fíkn Lögreglumál Áfengi og tóbak Grunnskólar Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. 7. maí 2021 19:00 Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. 21. nóvember 2020 12:11 Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu, segir áhyggjur hafa verið uppi um að vímuefnaneysla kynni að aukast meðal barna í heimsfaraldri. „Heilt yfir er neyslan ekki að aukast en við sjáum með kannabisneyslu, það að hafa prófað kannabis einu sinni eða oftar um ævina, mælist núna átta prósent meðal nemenda í 10. bekk, fjögur prósent meðal nemenda í 9. bekk og tvö prósent meðal nemenda í 8. bekk,“ segir Margrét og bætir við að heilt yfir hafi kannabisneysla hækkað á landsvísu um 1,5 prósent meðal nemenda í 10. bekk frá því í febrúar 2020. „Þetta sýnir okkur að við þurfum að halda áfram fræðslu og fræða börnin okkar um skaðsemi kannabisreykinga, sem hefur verið normalíserað í samfélaginu okkar,“ segir Margrét. Fleiri prófað nikótínpúða Þriðjungur barna í 10. bekk hafa prufað rafrettur einu sinni eða oftar um ævina og tæplega fjórðungur barna í 9 bekk en þetta er lægra hlutfall en í fyrra. Margrét telur að lagasetning og umræðu um skaðsemi rafrettna hafi hjálpað. „En það sem við sjáum að er nýtt í lífi barnanna okkar, það eru nikótónpúðarnir, og við spurjum í fyrsta skipti um það í október 2020 og þá sáum við að tíu prósent nemenda í 10. bekk höfðu notað nikótínpúða og hlutfallið hækkar enn núna. Við sjáum að það eru sautján prósent stráka og nítján prósent stelpna sem hafa prófað nikótínpúða í vör einu sinni eða oftar um ævina í tíunda bekk,“ segir Margrét. Það komi á óvart hve hátthlutfall barna prófi sig áfram með nikótínvörur. „Og jafnvel farin að nota þetta daglega. Þetta eru skelfilegar tölur,“ segir Margrét. Andleg líðan lakari Þá mælast breytingar á andlegri líðan barna og ungmenna. Í febrúar 2021 mátu aðeins sextíu og fimm prósent stráka í 10. bekk andlega heilsu sína góða eða mjög góða og fjörutíu og eitt prósent stelpna. „Þau meta andlega líðan síðan lakari nú en þau gerðu í október 2020 og í febrúar 2020. Þetta er bara þeirra eigið mat og við sjáum að þau eru hlutfallslega færri núna sem meta andlega heilsu sína góða, en sér í lagi stelpurnar og það eru ansi uggvænlegar tölur. Það góða við að hafa þessar tölur er að við getum gripið inn í. Við sjáum hvernig börnunum okkar líður og vitum þá hvar við eigum að beina sjónum okkar,“ segir Margrét.
Börn og uppeldi Fíkn Lögreglumál Áfengi og tóbak Grunnskólar Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. 7. maí 2021 19:00 Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. 21. nóvember 2020 12:11 Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. 7. maí 2021 19:00
Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. 21. nóvember 2020 12:11
Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00