Lýsa reynslu sinni af landamærunum sem martröð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 22:19 Ónauðsynlegar ferðir hingað til lands frá ákveðnum svæðum eru bannaðar samkvæmt nýlegri reglugerð. Vísir/Vilhelm Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands. Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira