Blikar ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan 2013 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 14:01 ÍBV sýndi Íslandsmeisturum Breiðabliks enga virðingu í gær og vann 4-2 sigur. vísir/elín björg Átta ár eru síðan lið skoraði jafn mörg mörk gegn Breiðabliki í einum leik og ÍBV í gær. Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30
Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01