Fagnaðarlæti í flugstöðinni í meistaramyndbandi KA/Þórs Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2021 12:31 Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir með verðlaunagripinn sem KA/Þór vann til í fyrsta sinn í sögunni. vísir/hulda Leikmenn KA/Þórs skráðu sig í sögubækurnar með því að vinna Olís-deildina í handbolta í fyrsta sinn, nú þegar deildin hefur líklega aldrei verið sterkari. Liðið fékk frábærar móttökur við komuna til Akureyrar eftir að hafa tryggt sér titilinn. Vegna samkomutakmarkana gátu ekki margir stuðningsmanna KA/Þórs fagnað með liðinu í Safamýri á laugardag, þegar titillinn var í höfn. Þegar leikmenn og þjálfarar lentu á flugvellinum á Akureyri beið þeirra hins vegar fjöldi stuðningsmanna, blóm voru veitt og titlinum fagnað. KA TV hefur nú birt meistaramyndband þar sem sjá má fögnuðinn í flugstöðinni, tilþrif úr leiknum við Fram og viðtöl við Mörthu Hermannsdóttur fyrirliða og Andra Snæ Stefánsson þjálfara sem fagnaði titli á fyrsta ári sínu í starfi. „Við erum alls ekki saddar. Við ætlum okkur alla leið,“ sagði Martha. „Þetta er frábært tímabil og ég er mjög stoltur. Frammistaðan hefur verið geggjuð og núna er úrslitakeppnin framundan og við förum með fullt sjálfstraust í hana,“ sagði Andri Snær. Tímabilið hefur rússíbanareið fyrir KA/Þór sem meðal annars lenti í þeim fordæmalausu aðstæðum að þurfa að endurtaka leik við Stjörnuna vegna kærumáls. Kórónuveirufaraldurinn olli líka hléum og að lokum styttingu mótsins. Örlögin voru hins vegar í höndum KA/Þórs þegar liðið fór í Safamýri í lokaumferðinni og dugði þar jafntefli við Fram til að verða deildarmeistari. Það gekk eftir, 27-27, þrátt fyrir að staðan væri 17-12 fyrir Fram í hálfleik (þannig var staðan einmitt líka þegar mistök voru gerð á ritaraborði í leiknum við Stjörnuna, sem leiddu til þess á endanum að leikurinn var spilaður aftur). KA/Þór og Fram sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en hefja atlögu sína að Íslandsmeistaratitlinum eftir tæpar tvær vikur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 27-27 | KA/Þór deildarmeistari í fyrsta skiptið Fram tók á móti KA/Þór í hreinum úrslitaleik Olís-deildar kvenna upp á deildarmeistaratitilinn. Hörkuleikur sem endaði 27-27 og KA/Þór því deildarmeistari í fyrsta skipti. 8. maí 2021 16:38 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Vegna samkomutakmarkana gátu ekki margir stuðningsmanna KA/Þórs fagnað með liðinu í Safamýri á laugardag, þegar titillinn var í höfn. Þegar leikmenn og þjálfarar lentu á flugvellinum á Akureyri beið þeirra hins vegar fjöldi stuðningsmanna, blóm voru veitt og titlinum fagnað. KA TV hefur nú birt meistaramyndband þar sem sjá má fögnuðinn í flugstöðinni, tilþrif úr leiknum við Fram og viðtöl við Mörthu Hermannsdóttur fyrirliða og Andra Snæ Stefánsson þjálfara sem fagnaði titli á fyrsta ári sínu í starfi. „Við erum alls ekki saddar. Við ætlum okkur alla leið,“ sagði Martha. „Þetta er frábært tímabil og ég er mjög stoltur. Frammistaðan hefur verið geggjuð og núna er úrslitakeppnin framundan og við förum með fullt sjálfstraust í hana,“ sagði Andri Snær. Tímabilið hefur rússíbanareið fyrir KA/Þór sem meðal annars lenti í þeim fordæmalausu aðstæðum að þurfa að endurtaka leik við Stjörnuna vegna kærumáls. Kórónuveirufaraldurinn olli líka hléum og að lokum styttingu mótsins. Örlögin voru hins vegar í höndum KA/Þórs þegar liðið fór í Safamýri í lokaumferðinni og dugði þar jafntefli við Fram til að verða deildarmeistari. Það gekk eftir, 27-27, þrátt fyrir að staðan væri 17-12 fyrir Fram í hálfleik (þannig var staðan einmitt líka þegar mistök voru gerð á ritaraborði í leiknum við Stjörnuna, sem leiddu til þess á endanum að leikurinn var spilaður aftur). KA/Þór og Fram sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en hefja atlögu sína að Íslandsmeistaratitlinum eftir tæpar tvær vikur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 27-27 | KA/Þór deildarmeistari í fyrsta skiptið Fram tók á móti KA/Þór í hreinum úrslitaleik Olís-deildar kvenna upp á deildarmeistaratitilinn. Hörkuleikur sem endaði 27-27 og KA/Þór því deildarmeistari í fyrsta skipti. 8. maí 2021 16:38 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 27-27 | KA/Þór deildarmeistari í fyrsta skiptið Fram tók á móti KA/Þór í hreinum úrslitaleik Olís-deildar kvenna upp á deildarmeistaratitilinn. Hörkuleikur sem endaði 27-27 og KA/Þór því deildarmeistari í fyrsta skipti. 8. maí 2021 16:38