Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:19 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, Olga Margrét Cilia, þingkona Pírata og Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, hóf ræðu sína á að þakka öllum þeim sem stigið hafa fram með reynslusögur um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju metoo.“ Hún vísaði til umræðu um hvort réttlætanlegt væri að birta á samfélagsmiðlum svo miklar upplýsingar að meintir gerendur væru nánast persónugreindir án þess að mál hafi ratað inn á borð lögreglu. „En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40% kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn. Til samanburðar eru 25% dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðar. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins,“ sagði Bjarkey og bætti við að enn væri langt í land þrátt fyrir að fyrir nýlegar breytingar á hegningarlögum. „Þó að það séu þrjú ár síðan við hér í þessum sal, breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum, þá er sönnunarbyrðinni í þessum málum enn þá allt of há. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigin mannorð þegar þeir beita ofbeldinu.“ Rætt var um metoo-bylgjuna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.mynd/vísir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði jafnframt hvort refsivörslukerfið væri í stakk búið til þess að takast á við verkefnið. „Það er hryllilegt að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þennan ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er. Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átaki í að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel og við þurfum að gera betur,“ sagði Bryndís og bætti við að einnng þurfi að huga að því að veita gerendum aðstoð til þess að hætta að beita ofbeldi. Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði réttarkerfið hafa brugðist. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur. „Spurningin ætti að vera: Af hverju hætta þessir góðu gerendur, ekki bara áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin?“ „Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitar að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum, kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti,“ sagði Olga. MeToo Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, hóf ræðu sína á að þakka öllum þeim sem stigið hafa fram með reynslusögur um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju metoo.“ Hún vísaði til umræðu um hvort réttlætanlegt væri að birta á samfélagsmiðlum svo miklar upplýsingar að meintir gerendur væru nánast persónugreindir án þess að mál hafi ratað inn á borð lögreglu. „En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40% kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn. Til samanburðar eru 25% dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðar. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins,“ sagði Bjarkey og bætti við að enn væri langt í land þrátt fyrir að fyrir nýlegar breytingar á hegningarlögum. „Þó að það séu þrjú ár síðan við hér í þessum sal, breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum, þá er sönnunarbyrðinni í þessum málum enn þá allt of há. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigin mannorð þegar þeir beita ofbeldinu.“ Rætt var um metoo-bylgjuna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.mynd/vísir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði jafnframt hvort refsivörslukerfið væri í stakk búið til þess að takast á við verkefnið. „Það er hryllilegt að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þennan ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er. Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átaki í að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel og við þurfum að gera betur,“ sagði Bryndís og bætti við að einnng þurfi að huga að því að veita gerendum aðstoð til þess að hætta að beita ofbeldi. Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði réttarkerfið hafa brugðist. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur. „Spurningin ætti að vera: Af hverju hætta þessir góðu gerendur, ekki bara áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin?“ „Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitar að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum, kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti,“ sagði Olga.
MeToo Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira