Sakar forseta FIFA um að vera hugmyndasmiðinn að Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 16:01 Gianni Infantino er æðsti maður fótboltaheimsins sem forseti FIFA. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Yfirmaður La Liga á Spáni segir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi ekki aðeins stutt Ofurdeildarhugmyndina heldur verið maðurinn á bak við tjöldin. Javier Tebas, hæstráðandi hjá spænsku deildinni, kom með mjög athyglisverða kenningu í nýju viðtali. Hann telur sig vita hver „W01“ er í gögnunum um Ofurdeildina sem láku út. „W01“ er að hans mati enginn annar en sjálfur Gianni Infantino, æðsti yfirmaður knattspyrnuheimsins. „Það er hann sem er maðurinn á bak við Ofurdeildina og ég hef sagt það við hann í eigin persónu,“ sagði Javier Tebas og hann endurtók sig til að það færi ekkert á milli mála um hvern hann væri að tala. Javier Tebas coloca a Gianni Infantino, presidente de la FIFA, como la mano que mueve los hilos de la Superliga https://t.co/dqaHQRE6N1— 20mdeportes (@20mDeportes) May 11, 2021 „Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur. Maðurinn sem er að baki þessu öllu saman er Gianni Infantino, forseti FIFA. Það er hann sem er að segja hluti og pressa á þetta,“ sagði Tebas. Gianni Infantino var forseti UEFA á árunum 2009 til 2016 eða þar til að hann settist í forsetastólinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Infantino gaf frá sér yfirlýsingu fyrir sig og FIFA 18. apríl síðastliðinn þar sem kom fram að FIFA væri á móti Ofurdeildinni og hótaði því að leikmenn úr þeirri deild fengju ekki að spila á HM. FIFA president accused of masterminding European Super League by La Liga chief - via @ESPN App https://t.co/4ntCQ923TJ— Christ & Character (@Charles_Chelsea) May 11, 2021 Alls voru tólf félög sem stofnuðu Ofurdeildina þar af sex ensku félögin. Öll ensku félögin hættu við þátttöku eftir hörð mótmæli stuðningsmanna sinna og Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan fylgdu síðan í fótspor þeirra. Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa hins vegar enn ekki tilkynnt það að þau séu hætt við. Þau kvörtuðu meðal annars undan óþolandi pressu frá UEFA um að hætta við verkefnið. FIFA Ofurdeildin UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Javier Tebas, hæstráðandi hjá spænsku deildinni, kom með mjög athyglisverða kenningu í nýju viðtali. Hann telur sig vita hver „W01“ er í gögnunum um Ofurdeildina sem láku út. „W01“ er að hans mati enginn annar en sjálfur Gianni Infantino, æðsti yfirmaður knattspyrnuheimsins. „Það er hann sem er maðurinn á bak við Ofurdeildina og ég hef sagt það við hann í eigin persónu,“ sagði Javier Tebas og hann endurtók sig til að það færi ekkert á milli mála um hvern hann væri að tala. Javier Tebas coloca a Gianni Infantino, presidente de la FIFA, como la mano que mueve los hilos de la Superliga https://t.co/dqaHQRE6N1— 20mdeportes (@20mDeportes) May 11, 2021 „Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur. Maðurinn sem er að baki þessu öllu saman er Gianni Infantino, forseti FIFA. Það er hann sem er að segja hluti og pressa á þetta,“ sagði Tebas. Gianni Infantino var forseti UEFA á árunum 2009 til 2016 eða þar til að hann settist í forsetastólinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Infantino gaf frá sér yfirlýsingu fyrir sig og FIFA 18. apríl síðastliðinn þar sem kom fram að FIFA væri á móti Ofurdeildinni og hótaði því að leikmenn úr þeirri deild fengju ekki að spila á HM. FIFA president accused of masterminding European Super League by La Liga chief - via @ESPN App https://t.co/4ntCQ923TJ— Christ & Character (@Charles_Chelsea) May 11, 2021 Alls voru tólf félög sem stofnuðu Ofurdeildina þar af sex ensku félögin. Öll ensku félögin hættu við þátttöku eftir hörð mótmæli stuðningsmanna sinna og Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan fylgdu síðan í fótspor þeirra. Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa hins vegar enn ekki tilkynnt það að þau séu hætt við. Þau kvörtuðu meðal annars undan óþolandi pressu frá UEFA um að hætta við verkefnið.
FIFA Ofurdeildin UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira