Sjö lífstíðardómar fyrir að myrða sjö skjólstæðinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 23:35 Verjendur Mays segja hana meðal annars glíma við áfallastreituröskun eftir að hún sinnti herþjónustu í Írak 2003 til 2004. AP Fyrrverandi sjúkraliði í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða aldraða skjólstæðinga sína á spítala fyrir bandaríska uppgjafarhermenn. Konan, sem heitir Reta Mays, hafði fyrir dómi gengist við því að hafa orðið sjö skjólstæðingum sínum að bana með því að sprauta þá með insúlíni. Önnur 20 ár bættust við dóminn yfir henni fyrir tilraun til að myrða þann áttunda með sama hætti. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir hinni 46 ára Mays lýsti henni sem „skrímsli af verstu gerð.“ Fórnarlömb Mays voru á aldrinum 81 til 96 ára og höfðu barist undir merkjum Bandaríkjanna á fyrri árum, meðal annars í síðari heimsstyrjöld og Kóreu- og Víetnamsstríðunum. Saksóknarar segja hana hafa sprautað fórnarlömb sín með insúlíni að óþörfu. Það leiddi til skyndilegs blóðsykurfalls sem dró fórnarlömbin til dauða. Mays grét þegar hún ávarpaði dóminn. „Ég get ekkert sagt sem getur veitt aðstandendum nokkra huggun. Ég get aðeins sagt að mér þykir fyrir því að hafa valdið þeim og fjölskyldu minni sársauka. Verjendur Mays segja hana glíma við geðræn vandamál, meðal annars áfallastreituröskun, eftir að hún var í Írak á tíma sínum í bandaríska hernum 2003 til 2004. Dómari féllst á það, en sagði það þó ekki geta útskýrt eða afsakað gjörðir hennar. Fyrir dómi kom meðal annars fram að Mays hefði notað vinnutölvu sína til þess að leita að upplýsingum um kvenkyns raðmorðingja á netinu. Þá er hún þrisvar sögð hafa logið að rannsóknarlögreglunni um sinn hlut í málinu. Bandaríkin Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Konan, sem heitir Reta Mays, hafði fyrir dómi gengist við því að hafa orðið sjö skjólstæðingum sínum að bana með því að sprauta þá með insúlíni. Önnur 20 ár bættust við dóminn yfir henni fyrir tilraun til að myrða þann áttunda með sama hætti. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir hinni 46 ára Mays lýsti henni sem „skrímsli af verstu gerð.“ Fórnarlömb Mays voru á aldrinum 81 til 96 ára og höfðu barist undir merkjum Bandaríkjanna á fyrri árum, meðal annars í síðari heimsstyrjöld og Kóreu- og Víetnamsstríðunum. Saksóknarar segja hana hafa sprautað fórnarlömb sín með insúlíni að óþörfu. Það leiddi til skyndilegs blóðsykurfalls sem dró fórnarlömbin til dauða. Mays grét þegar hún ávarpaði dóminn. „Ég get ekkert sagt sem getur veitt aðstandendum nokkra huggun. Ég get aðeins sagt að mér þykir fyrir því að hafa valdið þeim og fjölskyldu minni sársauka. Verjendur Mays segja hana glíma við geðræn vandamál, meðal annars áfallastreituröskun, eftir að hún var í Írak á tíma sínum í bandaríska hernum 2003 til 2004. Dómari féllst á það, en sagði það þó ekki geta útskýrt eða afsakað gjörðir hennar. Fyrir dómi kom meðal annars fram að Mays hefði notað vinnutölvu sína til þess að leita að upplýsingum um kvenkyns raðmorðingja á netinu. Þá er hún þrisvar sögð hafa logið að rannsóknarlögreglunni um sinn hlut í málinu.
Bandaríkin Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira