Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. Morning Chalk Up fékk íþróttafólk til að opna sig um andlega þáttinn með það markmið að vekja athygli á vandamálum íþróttafólks sem leynast oft á bak við tjöldin. Anníe Mist hefur áður sagt frá reynslu sinni af fyrstu níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar en að þessu sinni opnaði hún sig alveg upp á gátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Eftir að ég eignaðist Freyju þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir,“ skrifaði Anníe Mist og hélt áfram: „Já, ánægð, brosandi, fjörug, orkumikil, og ástfangin af lífinu Anníe sem var á sama tíma að glíma við fæðingarþunglyndi,“ skrifaði Anníe Mist. Instagram „Á meðan meðgöngunni stóð ég tók bumbunni fagnandi af því að það var eitthvað að vaxa inn í mér. Ég var stolt að sýna bumbuna og gat ekki beðið eftir því að hitta dóttur mína,“ skrifaði Anníe. „En eftir fæðinguna þá var hún þarna án nokkurrar ástæðu. Hún var ekki til neins. Hún var bara tóm,“ skrifaði Anníe. „Ég hef eytt öllu lífinu í að verða sterkari, hraustari og að vera tilbúin í öll þau líkamlegu próf ég gat ímyndað mér. Ég bjóst við því að fæðingin yrði eins og hver önnur æfing eða áskorun sem líkaminn minn myndi takast á við en svo var ekki,“ skrifaði Anníe. „Líkaminn brást mér,“ skrifaði Anníe hreinskilin. Anníe er sterk fyrirmynd og hún vill segja frá þessum vandamálum sínum til að hjálpa öðrum konum sem eru kannski að glíma við svipaða hluti. „Ég horfði í spegilinn en þekkti ekki það sem ég sá þar. Kannski þekkja einhverjar það sem ég er að tala um. Stór, mjúkur og holdugur belgur. Þetta var ekki minn líkami,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist sagði líka frá mjög erfiðri fæðingu sem tók þrjá daga og reyndi gríðarlega mikið á hana. Það má lesa allt bréfið hennar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjá meira
Morning Chalk Up fékk íþróttafólk til að opna sig um andlega þáttinn með það markmið að vekja athygli á vandamálum íþróttafólks sem leynast oft á bak við tjöldin. Anníe Mist hefur áður sagt frá reynslu sinni af fyrstu níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar en að þessu sinni opnaði hún sig alveg upp á gátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Eftir að ég eignaðist Freyju þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir,“ skrifaði Anníe Mist og hélt áfram: „Já, ánægð, brosandi, fjörug, orkumikil, og ástfangin af lífinu Anníe sem var á sama tíma að glíma við fæðingarþunglyndi,“ skrifaði Anníe Mist. Instagram „Á meðan meðgöngunni stóð ég tók bumbunni fagnandi af því að það var eitthvað að vaxa inn í mér. Ég var stolt að sýna bumbuna og gat ekki beðið eftir því að hitta dóttur mína,“ skrifaði Anníe. „En eftir fæðinguna þá var hún þarna án nokkurrar ástæðu. Hún var ekki til neins. Hún var bara tóm,“ skrifaði Anníe. „Ég hef eytt öllu lífinu í að verða sterkari, hraustari og að vera tilbúin í öll þau líkamlegu próf ég gat ímyndað mér. Ég bjóst við því að fæðingin yrði eins og hver önnur æfing eða áskorun sem líkaminn minn myndi takast á við en svo var ekki,“ skrifaði Anníe. „Líkaminn brást mér,“ skrifaði Anníe hreinskilin. Anníe er sterk fyrirmynd og hún vill segja frá þessum vandamálum sínum til að hjálpa öðrum konum sem eru kannski að glíma við svipaða hluti. „Ég horfði í spegilinn en þekkti ekki það sem ég sá þar. Kannski þekkja einhverjar það sem ég er að tala um. Stór, mjúkur og holdugur belgur. Þetta var ekki minn líkami,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist sagði líka frá mjög erfiðri fæðingu sem tók þrjá daga og reyndi gríðarlega mikið á hana. Það má lesa allt bréfið hennar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjá meira