Arnar Grétars sagður svikinn um víti síðast þegar leikið var á Dalvík í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 11:30 KA og Leiknir R. mætast á Dalvík í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Þjálfari KA kom mikið við sögu í síðasta leiknum í efstu deild karla sem fór fram á Dalvík. Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira