Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 09:42 Óeirðarlögreglumenn bera burt mann sem tók þátt í miklum mótmælum gegn rússneskum stjórnvöldum árið 2019. Olga Misik vakti athygli fyrir framgöngu sína þar. Vísir/EPA Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. Olga Misik var sautján ára gömul þegar hún settist niður fyrir framan röð óeirðarlögreglumanna og las upp stjórnarskrá Rússlands fyrir tveimur árum. Hún hefur síðan verið þekkt sem „stúlkan með stjórnarskrána“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur nú verið dæmt til tveggja ára og tveggja mánaða frelsisskerðingar fyrir að hafa skvett málningu á skýli fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara til að mótmæla aðgerðum ríkisvaldsins gegn aðgerðasinnum. Með dómnum er henni ekki aðeins bannað að yfirgefa heimabæ sinn nærri Moskvu heldur einnig að yfirgefa heimili sitt að nóttu til. Dómstóllinn dæmdi tvo karlmenn til viðbótar til sambærilegrar refsingar. Stuðningsfólk Misik segir refsingu hennar alltof harkalega. „Allt þetta vegna málningarslettu við inngang skrifstofu ríkissaksóknara sem var hreinsuð burt sama morgun,“ segir Dmitrí Gudkov, fyrrverandi þingmaður stjórnarandstöðunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa gengið sérstaklega hart fram gegn andófsfólki og stjórnarandstæðingum eftir mikil mótmæli í landinu þar sem krafist var lausnar Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sem dúsir nú í fangelsi. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta leyfir takmarkað andóf gegn sér og hún sækist nú eftir að lýsa samtök Navalní gegn spillingu hryðjuverkasamtök. Olga Misik on this symbolic photo just embodied situation of opposition in #Russia right now. Reading the Constitution to fanatics in a dictatorship is the same as fighting windmills but after all, someone who has hope and faith can t give up in the name of #Russia s future pic.twitter.com/ZWD369UOTi— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) May 5, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Olga Misik var sautján ára gömul þegar hún settist niður fyrir framan röð óeirðarlögreglumanna og las upp stjórnarskrá Rússlands fyrir tveimur árum. Hún hefur síðan verið þekkt sem „stúlkan með stjórnarskrána“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur nú verið dæmt til tveggja ára og tveggja mánaða frelsisskerðingar fyrir að hafa skvett málningu á skýli fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara til að mótmæla aðgerðum ríkisvaldsins gegn aðgerðasinnum. Með dómnum er henni ekki aðeins bannað að yfirgefa heimabæ sinn nærri Moskvu heldur einnig að yfirgefa heimili sitt að nóttu til. Dómstóllinn dæmdi tvo karlmenn til viðbótar til sambærilegrar refsingar. Stuðningsfólk Misik segir refsingu hennar alltof harkalega. „Allt þetta vegna málningarslettu við inngang skrifstofu ríkissaksóknara sem var hreinsuð burt sama morgun,“ segir Dmitrí Gudkov, fyrrverandi þingmaður stjórnarandstöðunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa gengið sérstaklega hart fram gegn andófsfólki og stjórnarandstæðingum eftir mikil mótmæli í landinu þar sem krafist var lausnar Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sem dúsir nú í fangelsi. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta leyfir takmarkað andóf gegn sér og hún sækist nú eftir að lýsa samtök Navalní gegn spillingu hryðjuverkasamtök. Olga Misik on this symbolic photo just embodied situation of opposition in #Russia right now. Reading the Constitution to fanatics in a dictatorship is the same as fighting windmills but after all, someone who has hope and faith can t give up in the name of #Russia s future pic.twitter.com/ZWD369UOTi— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) May 5, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira