Það er í góðu lagi, annars væri það bannað Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. maí 2021 07:30 Ég hef löngum velt fyrir mér að byrja vera ofboðslega dónalegur við alla sem ég hitti. Láta fólk heyra það ef það þvælist fyrir mér eða bara ef ég get fundið einhvern höggstað á því. Jafnvel að fara sjálfur að halda fram hjá og hvetja aðra til þess. Það er nefnilega allt í lagi að gera alla hluti sem eru ekki ólöglegir, við vitum það öll. Allt sem ríkið setur ekki sektir og refsingar á er það beinlínis að mæla með og gúddera. Mörgum þykir þetta kannski óeðlileg nálgun, en hún er þó í fullu samræmi við orð Diljár Mistar í nýlegum pistli. Þar bendir hún nefnilega á það að ef ríkið hættir að refsa fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þá sé ríkið að senda þau skilaboð að neysla allra þeirra vímuefna sé í lagi. Ég held að Diljá þurfi að hafa hraðar hendur áður en ungdómur þessa lands áttar sig á að það er ekkert sem bannar þeim að skutla sér fram af svölum háhýsa. Það væri bannað ef það væri ekki í lagi og normal að gera. Svo það er vissara að fara sekta fyrir slíkt áður en við missum heilu árgangana. Nei það er mikill misskilningur að halda það að refsingar séu að fara leysa nokkurn vanda sem kann að fylgja neyslu ólöglegra vímuefna. Tilgangur slíkra refsinga er líka svo öfugsnúinn. Hann refsar eingöngu þeim sem er í besta falli að njóta lífsins á þann hátt sem hann kýs og í versta falli að skaða sjálfan sig. Það er gerólíkt öðrum brotum þar sem viðkomandi brýtur á öðrum. Refsing fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þjónar aðeins þeim tilgangi að auka á neyð þeirra sem eru háðir vímuefnum og að draga úr ákvörðunarrétti fullorðins fólks yfir eigin lífi (sem er kaldhæðnislegt komandi frá Sjálfstæðisflokknum). Fyrir utan hvað það er vita gagnslaust að refsa fyrir vörslu slíkra efna, annars værum við búin að ná tökum á neyslunni en ekki að sjá stigmögnun neyslu yfir áratugalangt skeið samhliða bannstefnunni. Við viljum öll þeim sem eiga við fíknivanda vel og við viljum forða öðrum frá að þróa með sér fíknivanda. En það er ekki nóg að vilja vel heldur þurfum við að vera raunsæ. Við þurfum af skaðaminnkunar, persónufrelsis og efnahagslegum ástæðum að hverfa frá bannstefnunni. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fíkn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef löngum velt fyrir mér að byrja vera ofboðslega dónalegur við alla sem ég hitti. Láta fólk heyra það ef það þvælist fyrir mér eða bara ef ég get fundið einhvern höggstað á því. Jafnvel að fara sjálfur að halda fram hjá og hvetja aðra til þess. Það er nefnilega allt í lagi að gera alla hluti sem eru ekki ólöglegir, við vitum það öll. Allt sem ríkið setur ekki sektir og refsingar á er það beinlínis að mæla með og gúddera. Mörgum þykir þetta kannski óeðlileg nálgun, en hún er þó í fullu samræmi við orð Diljár Mistar í nýlegum pistli. Þar bendir hún nefnilega á það að ef ríkið hættir að refsa fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þá sé ríkið að senda þau skilaboð að neysla allra þeirra vímuefna sé í lagi. Ég held að Diljá þurfi að hafa hraðar hendur áður en ungdómur þessa lands áttar sig á að það er ekkert sem bannar þeim að skutla sér fram af svölum háhýsa. Það væri bannað ef það væri ekki í lagi og normal að gera. Svo það er vissara að fara sekta fyrir slíkt áður en við missum heilu árgangana. Nei það er mikill misskilningur að halda það að refsingar séu að fara leysa nokkurn vanda sem kann að fylgja neyslu ólöglegra vímuefna. Tilgangur slíkra refsinga er líka svo öfugsnúinn. Hann refsar eingöngu þeim sem er í besta falli að njóta lífsins á þann hátt sem hann kýs og í versta falli að skaða sjálfan sig. Það er gerólíkt öðrum brotum þar sem viðkomandi brýtur á öðrum. Refsing fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þjónar aðeins þeim tilgangi að auka á neyð þeirra sem eru háðir vímuefnum og að draga úr ákvörðunarrétti fullorðins fólks yfir eigin lífi (sem er kaldhæðnislegt komandi frá Sjálfstæðisflokknum). Fyrir utan hvað það er vita gagnslaust að refsa fyrir vörslu slíkra efna, annars værum við búin að ná tökum á neyslunni en ekki að sjá stigmögnun neyslu yfir áratugalangt skeið samhliða bannstefnunni. Við viljum öll þeim sem eiga við fíknivanda vel og við viljum forða öðrum frá að þróa með sér fíknivanda. En það er ekki nóg að vilja vel heldur þurfum við að vera raunsæ. Við þurfum af skaðaminnkunar, persónufrelsis og efnahagslegum ástæðum að hverfa frá bannstefnunni. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar