Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2021 13:31 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri börn og ungmenni hafi komið á deildina á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir „Bráðamálum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Þá höfum við séð fjölgun í hópi barna með átröskun. Þetta er svona 30-40% aukning milli ára. Biðlistinn hjá Bugl hefur því miður lengst samfara þessu,“ segir Björn. Hann telur að leita megi orsaka fyrir þessari þróun því víða. Erum hugsanlega að fá bankakreppuna í hausinn „Það hafa engar mælingar eða rannsóknir farið fram á því af hverju þetta er þróunin núna. En það hafa komið fram hugmyndir í okkar hópi að hugsanlega séum við enn að fá bankakreppuna í hausinn því stoðþjónustan var svo mikið skorið niður og það hefur ekki verið lagfært. Þá kann öll þessi einangrun og óregla á skólahaldi vegna sóttvarnaraðgerða hafa truflað viðkvæmustu börnin. Loks höfum við auðvitað heyrt ávinning af því að skjánotkun barna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum,“ segir Björn. Þarf að setja skjánotkun barna í lýðheilsuvísa Hann segir mikilvægt að rannsakað verði hér á landi hversu mörg börn séu haldin svokallaðri tölvufíkn. „Skjáfíkn eða Internet Gaming Disorder er greining í greiningarkerfunum okkar en það vantar tilfinnanlega lýðiheilsurannsóknir þegar kemur að því. Mitt ákall til Landlæknisembættisins er að skjánotkun barna verði sett inn í lýðheilsuvísa,“ segir Björn. Mjög ljót neteineltismál „Það er fleira sem tengist vefnum en það eru að koma upp mjög ljót neteineltis mál. Við höfum miklar áhyggjur af því. Samskiptaforrit eins og TikTok markaðssetja sig t.d. fyrir mjög ungan aldur. Það er jafnvel gert áður en börnin eru tilbúin að bera ábyrgð á þeim samskiptum sem þau eiga við hvort annað. Það sama á við um ýmsa tölvuleiki sem henta engan veginn fyrir börn. Ungir drengir hafa ánetjast þessum leikjum og það væri óskandi að komið væri á þjónustu fyrir foreldra þar sem þeir fengju leiðbeiningar um hvernig hægt er að ramma þessa leikhegðun inn,“ segir hann. Geðheilbrigði Börn og uppeldi Félagsmál Landspítalinn Stafrænt ofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01 Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45 Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15 Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri börn og ungmenni hafi komið á deildina á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir „Bráðamálum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Þá höfum við séð fjölgun í hópi barna með átröskun. Þetta er svona 30-40% aukning milli ára. Biðlistinn hjá Bugl hefur því miður lengst samfara þessu,“ segir Björn. Hann telur að leita megi orsaka fyrir þessari þróun því víða. Erum hugsanlega að fá bankakreppuna í hausinn „Það hafa engar mælingar eða rannsóknir farið fram á því af hverju þetta er þróunin núna. En það hafa komið fram hugmyndir í okkar hópi að hugsanlega séum við enn að fá bankakreppuna í hausinn því stoðþjónustan var svo mikið skorið niður og það hefur ekki verið lagfært. Þá kann öll þessi einangrun og óregla á skólahaldi vegna sóttvarnaraðgerða hafa truflað viðkvæmustu börnin. Loks höfum við auðvitað heyrt ávinning af því að skjánotkun barna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum,“ segir Björn. Þarf að setja skjánotkun barna í lýðheilsuvísa Hann segir mikilvægt að rannsakað verði hér á landi hversu mörg börn séu haldin svokallaðri tölvufíkn. „Skjáfíkn eða Internet Gaming Disorder er greining í greiningarkerfunum okkar en það vantar tilfinnanlega lýðiheilsurannsóknir þegar kemur að því. Mitt ákall til Landlæknisembættisins er að skjánotkun barna verði sett inn í lýðheilsuvísa,“ segir Björn. Mjög ljót neteineltismál „Það er fleira sem tengist vefnum en það eru að koma upp mjög ljót neteineltis mál. Við höfum miklar áhyggjur af því. Samskiptaforrit eins og TikTok markaðssetja sig t.d. fyrir mjög ungan aldur. Það er jafnvel gert áður en börnin eru tilbúin að bera ábyrgð á þeim samskiptum sem þau eiga við hvort annað. Það sama á við um ýmsa tölvuleiki sem henta engan veginn fyrir börn. Ungir drengir hafa ánetjast þessum leikjum og það væri óskandi að komið væri á þjónustu fyrir foreldra þar sem þeir fengju leiðbeiningar um hvernig hægt er að ramma þessa leikhegðun inn,“ segir hann.
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Félagsmál Landspítalinn Stafrænt ofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01 Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45 Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15 Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01
Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45
Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15
Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46