Kostnaðarþátttaka ríkisins vegna gleraugna fyrir börn aukin úr 30 í 70 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2021 14:33 Ásmundur segir börn eiga að geta notið sömu gæða óháð fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar fjögurra ára barns með +3.0 sjónskerðingu á báðum augum fengu áður 7.000 krónur endurgreiddar vegna gleraugnakaupa árlega en mun frá og með 1. júní næstkomandi fá 20.000 krónur tvisvar á ári. Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“ Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“
Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira