Kostnaðarþátttaka ríkisins vegna gleraugna fyrir börn aukin úr 30 í 70 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2021 14:33 Ásmundur segir börn eiga að geta notið sömu gæða óháð fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar fjögurra ára barns með +3.0 sjónskerðingu á báðum augum fengu áður 7.000 krónur endurgreiddar vegna gleraugnakaupa árlega en mun frá og með 1. júní næstkomandi fá 20.000 krónur tvisvar á ári. Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“ Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“
Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira