Lán með breytilegum vöxtum ólögleg - Taktu þátt og verðu rétt þinn Breki Karlsson og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 19. maí 2021 08:01 Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Neytendur Húsnæðismál Breki Karlsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun