Ísland með mannréttindum? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 19. maí 2021 09:00 Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun