Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir það hafa hjálpað til að lítill vindur sé á svæðinu þar sem eldurinn brennur.
Hann segist telja að sinueldurinn spanni um það bil tvo ferkílómetra og að svolítil stjórn hafi náðst á honum þegar þetta er skrifað, um 22:30. Ekki megi þó mikið út af bregða.
Jens segir nokkra sinuelda hafa kviknað í sínu umdæmi á undanförnum dögum. Yfirleitt hafi þó náðst að grípa inn í tiltölulega fljótt. Þetta sé fyrsti eldurinn af einhverri stærð.
Minnst tveir gróðureldar hafa kviknað á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Í síðustu viku sagði Jens í samtali við fréttastofu að búast megi við stórum gróðureldum ef þeir kvikni í þeim þurrki sem sé þessa dagana.
