Dómararnir hafa verið hræðilegir undanfarnar vikur Andri Már Eggertsson skrifar 19. maí 2021 22:27 Nik var allt annað en sáttur með dómgæsluna í kvöld. vísir/Hulda Margrét Þróttur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar þær mættu toppliði Selfoss. Leikurinn endaði 3-4 fyrir gestunum og var Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar svekktur með niðurstöðuna. „Þetta var spennandi leikur, við hefðum getað fengið jafntefli úr honum en við gerðum okkur erfitt fyrir í upphafi leiks. Við vorum oft á tíðum barnalegar í leiknum sem er hrikalega svekkjandi," sagði Nik svekktur. Caity Heap skoraði beint úr aukaspyrnu þar sem boltinn fór beint á Írisi Dögg Gunnarsdóttur markmann Þróttar. Nik fannst þetta þó aldrei vera aukaspyrna sem þær skoruðu úr en gat tekið undir að hún hefði líklega átt að gera betur í markinu. Nik var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og hefur óstöðuleiki hjá dómurunum verið aðalsmerki þeirra á tímabilinu að hans mati. „Það er enginn stöðugleiki hjá dómurunum í þessari deild bara einfaldlega til skammar. Þetta var svona í fyrra líka, þá fengum við gult spjald fyrir 1-2 brot á meðan önnur lið fengu ekki gult fyrir 4-5 brot á sama leikmann en fá ekki gul spjöld og er sama upp á teningnum í ár." „Ég hefði ekki áhyggjur af þessu ef þetta væri ekki satt, mér er alveg sama um það þó við fáum gul spjöld en það er óþolandi þegar hin liðin komast upp með talsvert fleiri brot." „Dómararnir í þessari deild hafa einfaldlega verið skelfilegir, þó ekki allir en síðustu vikur hafa verið afar slakar frá þeim," sagði Nik hundfúll út í dómarastéttina. Þróttur jafnaði leikinn í 2-2 með tveimur mörkum rétt fyrir fyrri hálfleik sem Nik var ánægður með. „Við erum mjög góðar í að koma til baka í leikjum. Það var gaman að sjá Ólöfu Sigríðu Kristinsdóttur komast á blað ásamt Lindu Líf. Við verðum síðan að fara spila vel út allan leikinn." Selfoss gerði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem á endanum varð til þess að þær unnu leikinn. „Þetta var reynsluleysi í mínu liði, við erum líklegast með yngstu vörnina í deildinni og þær læra af þessum leik," sagði Nik að lokum. Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
„Þetta var spennandi leikur, við hefðum getað fengið jafntefli úr honum en við gerðum okkur erfitt fyrir í upphafi leiks. Við vorum oft á tíðum barnalegar í leiknum sem er hrikalega svekkjandi," sagði Nik svekktur. Caity Heap skoraði beint úr aukaspyrnu þar sem boltinn fór beint á Írisi Dögg Gunnarsdóttur markmann Þróttar. Nik fannst þetta þó aldrei vera aukaspyrna sem þær skoruðu úr en gat tekið undir að hún hefði líklega átt að gera betur í markinu. Nik var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og hefur óstöðuleiki hjá dómurunum verið aðalsmerki þeirra á tímabilinu að hans mati. „Það er enginn stöðugleiki hjá dómurunum í þessari deild bara einfaldlega til skammar. Þetta var svona í fyrra líka, þá fengum við gult spjald fyrir 1-2 brot á meðan önnur lið fengu ekki gult fyrir 4-5 brot á sama leikmann en fá ekki gul spjöld og er sama upp á teningnum í ár." „Ég hefði ekki áhyggjur af þessu ef þetta væri ekki satt, mér er alveg sama um það þó við fáum gul spjöld en það er óþolandi þegar hin liðin komast upp með talsvert fleiri brot." „Dómararnir í þessari deild hafa einfaldlega verið skelfilegir, þó ekki allir en síðustu vikur hafa verið afar slakar frá þeim," sagði Nik hundfúll út í dómarastéttina. Þróttur jafnaði leikinn í 2-2 með tveimur mörkum rétt fyrir fyrri hálfleik sem Nik var ánægður með. „Við erum mjög góðar í að koma til baka í leikjum. Það var gaman að sjá Ólöfu Sigríðu Kristinsdóttur komast á blað ásamt Lindu Líf. Við verðum síðan að fara spila vel út allan leikinn." Selfoss gerði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem á endanum varð til þess að þær unnu leikinn. „Þetta var reynsluleysi í mínu liði, við erum líklegast með yngstu vörnina í deildinni og þær læra af þessum leik," sagði Nik að lokum.
Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira