Ekki meira landsbyggðarþras Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2021 07:32 Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar