Ekki meira landsbyggðarþras Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2021 07:32 Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun