Leiðtogi Boko Haram sagður dáinn eða alvarlega særður eftir átök við ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 15:20 Abu Bakr Shekau, leiðtogi Boko Haram. Abu Bakr Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Harem, dó eða særðist alvarlega, í átökum við vígamenn Íslamska ríkisins á Afríku (ISWAP) í norðausturhluta Nígeríu í gær. Eftir átök meðlima hryðjuverkasamtakanna var Shekau umkringdur í Sambisa skógi. Hann er sagður hafa reynt að ræða við ISIS-liða en án árangurs. Þá er hann sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér, eða sprengt sig í loft upp. Tvennum sögum fer af örlögum Shekau. AFP fréttaveitan hefur eftir einum heimildarmanni sínum í Nígeríu að Shekau sé alvarlega særður eftir að hafa reynt að skjóta sig og öðrum að hann hann hafi reynt að sprengja sig í loft upp. Aðrir miðlar hafa þó sagt frá því að Shekau hafi sprengt sig í loft og sé dáinn. Þeirra á meðal er nígeríski miðillinn HumAngle. Vert er að taka fram að Shekau hefur þó nokkrum sinnum verið sagður dáinn á undanförnum árum. AFP segir að félögum Shekau hafi tekist að koma honum til hjálpar svo hann hafi ekki verið handsamaður af ISIS-liðum. Í rúman áratug hafa íslamistar háð blóðuga uppreisn í norðausturhluta Nígeríu. Boko Haram byrjaði árásir sínar árið 2009 og hafa minnst fjörutíu þúsund manns fallið í árásum samtakanna og átökum sem tengjast þeim. Tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sjá einnig: Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Ofbeldið hefur einnig teygt anga sína til Níger, Tjad og Kamerún. Það voru Shekau og vígamenn hans sem rændu fleiri en þrjú hundruð skólastúlkum í Chibok í Nígeríu árið 2014. Árið 2015 lýsti Shekau svo hollustu við Íslamska ríkið í Sýrlandi. Árið 2016 komu upp deilur innan Boko Haram og hryðjuverkasamtökin tvístruðust í Boko Haram og ISWAP. Samtökin hafa síðan barist sín á milli og við her Nígeríu. ISWAP hefur þó vaxið ásmegin á undanförnum árum og náð tökum á stærri svæðum í Nígeríu og gert umfangsmeiri árásir en áður. Nígería Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Hann er sagður hafa reynt að ræða við ISIS-liða en án árangurs. Þá er hann sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér, eða sprengt sig í loft upp. Tvennum sögum fer af örlögum Shekau. AFP fréttaveitan hefur eftir einum heimildarmanni sínum í Nígeríu að Shekau sé alvarlega særður eftir að hafa reynt að skjóta sig og öðrum að hann hann hafi reynt að sprengja sig í loft upp. Aðrir miðlar hafa þó sagt frá því að Shekau hafi sprengt sig í loft og sé dáinn. Þeirra á meðal er nígeríski miðillinn HumAngle. Vert er að taka fram að Shekau hefur þó nokkrum sinnum verið sagður dáinn á undanförnum árum. AFP segir að félögum Shekau hafi tekist að koma honum til hjálpar svo hann hafi ekki verið handsamaður af ISIS-liðum. Í rúman áratug hafa íslamistar háð blóðuga uppreisn í norðausturhluta Nígeríu. Boko Haram byrjaði árásir sínar árið 2009 og hafa minnst fjörutíu þúsund manns fallið í árásum samtakanna og átökum sem tengjast þeim. Tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sjá einnig: Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Ofbeldið hefur einnig teygt anga sína til Níger, Tjad og Kamerún. Það voru Shekau og vígamenn hans sem rændu fleiri en þrjú hundruð skólastúlkum í Chibok í Nígeríu árið 2014. Árið 2015 lýsti Shekau svo hollustu við Íslamska ríkið í Sýrlandi. Árið 2016 komu upp deilur innan Boko Haram og hryðjuverkasamtökin tvístruðust í Boko Haram og ISWAP. Samtökin hafa síðan barist sín á milli og við her Nígeríu. ISWAP hefur þó vaxið ásmegin á undanförnum árum og náð tökum á stærri svæðum í Nígeríu og gert umfangsmeiri árásir en áður.
Nígería Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira