Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 16:20 Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi við fjölmiðla við Antonov An-222 Mriya flugvél, stærstu flugvél heims, í dag. AP/Efrem Lukatskí Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt. Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31