Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2021 18:11 Í farangri konunnar sem var handtekinn í desember fundust fimm þúsund MDMA töflur, hundrað LSD töflur og fimm kíló af kannabisefnum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór. Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór.
Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira