Innlent

Handtóku meintan rafmagnshlaupahjólaþjóf

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotist inn í verslun og stolið tveimur rafmagnshlaupahjólum. Þá voru tveir menn handteknir í póstnúmerinu 111 fyir húsbrot, eignaspjöll og hótanir.

Í hverfi 220 var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í bifreið, þar sem fartölvu og veiðidóti var stolið. Í hverfi 105 handtók lögregla mann í annarlegu ástandi en hann var grunaður um að hafa brotið rúðu í miðborginni.

Lögregla handtók einnig mann í miðborginni sem grunaður er um líkamsárás en brotaþoli var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala með áverka á öxl. Fyrr um kvöldið var annar maður fluttur á Landspítala eftir fall úr stiga. Fann hann til eymsla í höndum, fótum og baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×