Tvöfaldur Ólympíumeistari sleit hásin rétt fyrir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:01 Christian Taylor ætlaði sér að vinna þriðja Ólympíugullið í röð í Tókýó í sumar en nú er ljóst að ekkert verður að því. Getty/Cameron Spencer Margfaldur Ólympíu- og heimsmeistari missir af Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar eftir að hafa meiðst illa í vikunni. Christian Taylor hefur unnið tvö Ólympíugull og fjóra heimsmeistaratitla í þrístökki en varð fyrir því óláni að slíta hásin. Kærasta Taylor, austurríski grindahlauparinn Beate Schrott, sagði frá meiðslum hans á Instagram reikningi sínum. Christian Taylor's Tokyo Olympic dreams are over The double Olympic and four-time world triple jump champion has ruptured his Achilles tendon.#bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2021 Þjálfari hans Rana Reider hefur síðan staðfest að Christian Taylor fór í aðgerð í Þýskalandi í gær. Taylor sleit hásinina á Golden Spike mótinu í Tékklandi á miðvikudagskvöldið. „Þetta var hásinin á hægri fæti og hann sleit hana alveg. Þetta var hreint slit og hrein aðgerð. Þeir gátu lagað þetta hjá honum. Hann var ánægður með að aðgerðin gekk vel,“ sagði þjálfarinn Rana Reider en hann býst ekki við að Taylor komi til baka á þessu ári. „Ég veit að hann kemst samt í gegnum þetta. Hann mun berjast fyrir því að komast til baka,“ sagði Reider. Double Olympic triple jump champion Christian Taylor will miss Tokyo Games after rupturing his achilles @BryanAGraham https://t.co/aCGpOpVsCW— Guardian sport (@guardian_sport) May 20, 2021 Hinn þrítugi Christian Taylor vann Ólympíugull í þrístökki bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann hefur einnig fjórum sinnum orðið heimsmeistari eða 2011, 2015, 2017 og 2019. Hann á næstlengsta stökk allra tíma sem er 18,21 metri en heimsmetið á enn Bretinn Jonathan Edwards og er það stökk frá árinu 1995 upp á 18,29 metra. Aðeins einn maður hefur unnið þrístökk á þremur Ólympíuleikum í röð en það var Sovétmaðurinn Viktor Saneyev frá 1968 til 1976. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi eða eftir tvo mánuði. Þeir áttu að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna kórónufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
Christian Taylor hefur unnið tvö Ólympíugull og fjóra heimsmeistaratitla í þrístökki en varð fyrir því óláni að slíta hásin. Kærasta Taylor, austurríski grindahlauparinn Beate Schrott, sagði frá meiðslum hans á Instagram reikningi sínum. Christian Taylor's Tokyo Olympic dreams are over The double Olympic and four-time world triple jump champion has ruptured his Achilles tendon.#bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2021 Þjálfari hans Rana Reider hefur síðan staðfest að Christian Taylor fór í aðgerð í Þýskalandi í gær. Taylor sleit hásinina á Golden Spike mótinu í Tékklandi á miðvikudagskvöldið. „Þetta var hásinin á hægri fæti og hann sleit hana alveg. Þetta var hreint slit og hrein aðgerð. Þeir gátu lagað þetta hjá honum. Hann var ánægður með að aðgerðin gekk vel,“ sagði þjálfarinn Rana Reider en hann býst ekki við að Taylor komi til baka á þessu ári. „Ég veit að hann kemst samt í gegnum þetta. Hann mun berjast fyrir því að komast til baka,“ sagði Reider. Double Olympic triple jump champion Christian Taylor will miss Tokyo Games after rupturing his achilles @BryanAGraham https://t.co/aCGpOpVsCW— Guardian sport (@guardian_sport) May 20, 2021 Hinn þrítugi Christian Taylor vann Ólympíugull í þrístökki bæði í London 2012 og í Ríó 2016. Hann hefur einnig fjórum sinnum orðið heimsmeistari eða 2011, 2015, 2017 og 2019. Hann á næstlengsta stökk allra tíma sem er 18,21 metri en heimsmetið á enn Bretinn Jonathan Edwards og er það stökk frá árinu 1995 upp á 18,29 metra. Aðeins einn maður hefur unnið þrístökk á þremur Ólympíuleikum í röð en það var Sovétmaðurinn Viktor Saneyev frá 1968 til 1976. Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi eða eftir tvo mánuði. Þeir áttu að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna kórónufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira