Umdeildur dómur hafði mikið að segja á Hlíðarenda Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 12:45 Hér veður Helena að körfunni og Hearn verður fyrir. Vísir/Skjáskot Valskonur unnu 78-74 sigur á Fjölni í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Valur fékk tvö vítaköst undir lok leiks, í stöðunni 74-74, sem réðu miklu um úrslitin. Rýnt var í dóminn í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld. Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik