Lífið

Ítalía vann Eurovision

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ítalía vann Eurovision.
Ítalía vann Eurovision. EBU / THOMAS HANSES

Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig.

Í öðru sætinu var Frakkland með lagið Voilà með Barböru Pravi, með 499 stig. Í því þriðja var svo Sviss með lagið Tout l'univers með Gjön's Tears með 432 stig.

Því er ljóst að Eurovision fer fram á Ítalíu á næsta ári.

Ísland fagnaði góðum árangri og lenti í fjórða sæti með 378 stig, sem er næstbesti árangur Íslands frá upphafi. Ísland hefur einu sinni áður lent í fjórða sæti og tvisvar í öðru sæti. Þetta var því í fjórða sinn frá upphafi sem Ísland hefur verið meðal fimm efstu þjóðanna.

Hér að neðan má sjá flutning Måneskin á laginu í kvöld.

Fréttin verður uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×