Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2021 00:29 Augnablikið sem milljónir manna sáu og fengu einhverja til að geta sér til um að David væri að neyta kókaíns. Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. David þvertók fyrir það og sagði að félagi hans í sveitinni hefði brotið glas. Þess vegna hefði hann hallað sér fram á borðið eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Does Italy's singer realise this is being live broadcast across an entire continent? pic.twitter.com/QLw9Nnf5tT— Calgie (@christiancalgie) May 22, 2021 David og félagar voru sigurreifir á blaðamannafundinum í kvöld enda búnir að tryggja Ítalíu sinn fyrsta sigur í Eurovision síðan 1990. Hljómsveitin Måneskin fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum en ein vakti meiri athygli en aðrar. Þannig er að myndbönd úr útsendingunni í kvöld hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem David hallar sér fram á borðið með hreyfingum sem fengu einhverja til að álykta að hann væri að neyta kókaíns. Mögulega langsótt tilgáta en ekki meira en svo að samfélagsmiðlar drukknuðu í myndskeiðum og myndum af augnablikinu, og vangaveltum áhorfenda. Fjölmargir Íslendingar voru þeirra á meðal og gerðu grín. Ekki hafið þið í alvöru haldið í öll þessi ár að Olsen bræður hafi ekki verið útúr kókaðir líka? #12stig— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2021 Ítalir snorta parmesan-ost til að gíra sig upp. Þetta vita allir. https://t.co/9HlkKm2Cs6— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 23, 2021 Allir erað fá’sér #Eurovision2021 #12stig #italy #cocaine pic.twitter.com/lktrpsl5UO— VigdísHowser (@HowserVigdis) May 22, 2021 Er ekki lyfjaprófað í Eurovision? Tökum bronsið ef svo er👌🏻#12stig https://t.co/F5P9ASh3Q5— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) May 22, 2021 David var spurður að þessu á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Fólk er að geta sér til um að þú hafir neytt kókaíns,“ spurði sænskur blaðamaður. David sagði Thomas Raggi gítarleikara hafa brotið glas. Thomas staðfesti að það hefði verið tilfellið. „Ég nota ekki fíkniefni,“ sagði David og var afdráttarlaus. Beindi hann orðum sínum til pressunnar að fara ekki að slá því upp að hann hefði neytt kókaíns. Það væri fjarri sannleikanum. „Plís, ekki skrifa það. Ekkert kókaín.“ Svarið má sjá í upptöku af blaðamannafundinum að neðan, eftir tæpar tíu mínútur. Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
David þvertók fyrir það og sagði að félagi hans í sveitinni hefði brotið glas. Þess vegna hefði hann hallað sér fram á borðið eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Does Italy's singer realise this is being live broadcast across an entire continent? pic.twitter.com/QLw9Nnf5tT— Calgie (@christiancalgie) May 22, 2021 David og félagar voru sigurreifir á blaðamannafundinum í kvöld enda búnir að tryggja Ítalíu sinn fyrsta sigur í Eurovision síðan 1990. Hljómsveitin Måneskin fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum en ein vakti meiri athygli en aðrar. Þannig er að myndbönd úr útsendingunni í kvöld hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem David hallar sér fram á borðið með hreyfingum sem fengu einhverja til að álykta að hann væri að neyta kókaíns. Mögulega langsótt tilgáta en ekki meira en svo að samfélagsmiðlar drukknuðu í myndskeiðum og myndum af augnablikinu, og vangaveltum áhorfenda. Fjölmargir Íslendingar voru þeirra á meðal og gerðu grín. Ekki hafið þið í alvöru haldið í öll þessi ár að Olsen bræður hafi ekki verið útúr kókaðir líka? #12stig— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2021 Ítalir snorta parmesan-ost til að gíra sig upp. Þetta vita allir. https://t.co/9HlkKm2Cs6— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 23, 2021 Allir erað fá’sér #Eurovision2021 #12stig #italy #cocaine pic.twitter.com/lktrpsl5UO— VigdísHowser (@HowserVigdis) May 22, 2021 Er ekki lyfjaprófað í Eurovision? Tökum bronsið ef svo er👌🏻#12stig https://t.co/F5P9ASh3Q5— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) May 22, 2021 David var spurður að þessu á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Fólk er að geta sér til um að þú hafir neytt kókaíns,“ spurði sænskur blaðamaður. David sagði Thomas Raggi gítarleikara hafa brotið glas. Thomas staðfesti að það hefði verið tilfellið. „Ég nota ekki fíkniefni,“ sagði David og var afdráttarlaus. Beindi hann orðum sínum til pressunnar að fara ekki að slá því upp að hann hefði neytt kókaíns. Það væri fjarri sannleikanum. „Plís, ekki skrifa það. Ekkert kókaín.“ Svarið má sjá í upptöku af blaðamannafundinum að neðan, eftir tæpar tíu mínútur.
Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21
Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49
Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30