Lögum um búfjárhald er tímabært að breyta Tryggvi Felixson skrifar 24. maí 2021 16:00 Frá þjóðveldisöld og fram til 6. áratugar síðustu aldar voru í gildi lagaákvæði sem bönnuðu lausagöngu búfjár. Þá voru sett lög sem gjörbreyttu stöðu þeirra sem vilja friða land sitt fyrir beit. Frá þeim tíma hafa þeir sem hyggjast gróðursetja skóg, rækta korn eða matjurtir eða stunda endurheimt gróðurs, þurft að verja land sitt fyrir ágangi búfjár. Fyrir ári síðan kallaði aðalfundur Landverndar eftir breytingu á lögum um búfjárhald svo hægt verði að sinna endurheimt gróðurs og jarðvegs með skilvirkum hætti. Í kjölfarið ákvað stjórn samtakanna að fela kunnáttufólki að taka saman skýrslu um hvaða breytingar þyrfti að gera til að koma þessum málum í það horf sem áður gilti hér á landi, og er ríkjandi hjá þeim þjóðum sem við almennt berum okkur saman við. Skýrslan hefur verið kynnt Bændasamtökum Íslands og verið birt á heimasíðu Landverndar. Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. maí kl. 12.00. Öfugsnúin ábyrgð Í lögum um búfjárhald er m.a. kveðið á um það hvernig bregðast skuli við ef búfé kemst inn á friðað svæði (þ.e. eignarland). Þar kemur fram að umráðamaður hins friðaða lands skuli ábyrgjast handsömun búfjár, koma því í örugga vörslu, kanna hver eigandinn er og tilkynna honum þegar í stað hvar búféð er niðurkomið. Ef eigandi sækir búféð ekki innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu er umráðamanni hins friðaða lands heimilt að afhenda búféð viðkomandi sveitarstjórn. Þá er sérstaklega tekið fram að umráðamaður lands beri ábyrgð á því að búfé hafi nægilegt vatn og fóður á meðan það er í vörslu hans. Þetta hljómar einkennilega, en svona er þetta nú engu að síður. Er ekki tímabært að færa löggjöfina nær almennri réttarvitund? Söguleg vitleysa Því hefur verið haldið fram að þetta furðulega vinnulag skv. lögum um búfjárhald byggi á hefð frá því að landið byggðist. Það er alrangt. Frá þjóðveldisöld var lausaganga búfjár ýmsum takmörkunum háð og ljóst að fram undir okkar tíma var það meginregla að eigendur búfjár bæru ábyrgð á vörslu þess og mögulegu tjóni vegna ágangs þess í annarra land. Núverandi skipan mála var fyrst fest í lög á síðari hluta síðustu aldar. Voru það söguleg mistök sem tímabært er að leiðrétta. Fram til þess tíma voru í gildi ákvæði fornra lagaákvæða Grágásar og Jónsbókar um skyldu búfjáreigenda til að tryggja að búfénaður þeirra gengi ekki í annarra manna land, án samþykkist viðkomandi landeiganda. Í flestum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Vissulega er sveitarfélögum heimilt að setja reglur um bann við lausagöngu búfjár. Þeim ákvæðum hefur ekki verið mikið beitt þannig að meginreglaná landinu er lausaganga. Ísland úr tötrum með betri beitarstýringu Við landnám var Ísland vaxið gróðri sem hafði þróast frá ísöld án áhrifa beitar (nema frá fuglum). Eftir 1150 ára búsetu má lýsa Íslandi sem landi í tötrum hvað gróðurþekju og jarðveg varðar. Sumstaðar er þó ástandið gott, en víða er landið verulega laskað vegna ofbeitar. Um 24% lands er skilgreint sem rýrt mólendi, 13% sem hálf gróið land og 29% sem lítt gróið land. Þá eru margir afréttir á gosbeltinu dæmdir óhæfir til beitar. Í fréttum af fyrstu niðurstöðum Grólindar, samstarfsverkefnis Landgræðslunnar, bænda og fleiri aðila, hefur nýlega komið fram að sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra lands sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og jarðvegsrof mikið. Víða er hugtakið rányrkja notað um slíka meðferð á náttúruauðlindum. Hjá því verður ekki litið beit hefur átt ríkan þátt í gróður- og jarðvegseyðingu hér á landi. Fækkun búfjár, betri beitarstjórnun og mótvægisaðgerðir, til dæmis Landgræðslunnar og bænda, hafa þó talsvert dregið úr þeim neikvæðu áhrifum undanfarna áratugi. Mikið starf hefur verið unnið og fjármunum veitt til að bæta stöðuna. En meira þarf til; sauðfjárbeit á vissum svæðum kemur í veg fyrir að land í hnignun endurheimtist. Einkum á það við á gosbeltinu. Það hindrar friðun og endurheimt landgæða að ekki skuli gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Það er því tímabært snúa blaðinu við – að skylda búfjáreigendur að halda sínu búfé á landi sem þeir hafa umráðarétt yfir. Í dag hvílir sú kvöð á þeim vilja friða og rækta sitt land í friði fyrir búfjárbeit að girða land sitt af fyrir búfé. Að gera búfjáreigendur ábyrga fyrir sínum gripum mun stuðla að sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Í því kunna einnig að felast tækifæri til að bæta búskaparhætti og afkomu. Búfjáreigendur beri ábyrgð Með einfaldri breytingu á lögum á ábyrgð má bæta forsendur til uppgræðslu eða skógræktar umtalsvert. Í lögum þarf að tilgreina að landsvæði sem ekki eru afmörkuð vörslulínu verði almennt talin án beitar (til friðaðra svæða). Umgangur og beit búfjár yrði þá einungis heimil á landi sem hefur verið afmarkað sérstaklega með vörslulínu sem hindrar aðgang þess í svæði utan beitar (friðuð) og á þeim afréttum sem vel þola sjálfbæra beit. Framgreind lagabreyting er einföld og mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á möguleika til að endurheimta landgæði. Breytingin mun einnig hafa áhrif á hag búfjáreigenda og því er nauðsynlegt að veita rúman aðlögunartíma og grípa til aðgerða sem auðvelda aðlögunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Frá þjóðveldisöld og fram til 6. áratugar síðustu aldar voru í gildi lagaákvæði sem bönnuðu lausagöngu búfjár. Þá voru sett lög sem gjörbreyttu stöðu þeirra sem vilja friða land sitt fyrir beit. Frá þeim tíma hafa þeir sem hyggjast gróðursetja skóg, rækta korn eða matjurtir eða stunda endurheimt gróðurs, þurft að verja land sitt fyrir ágangi búfjár. Fyrir ári síðan kallaði aðalfundur Landverndar eftir breytingu á lögum um búfjárhald svo hægt verði að sinna endurheimt gróðurs og jarðvegs með skilvirkum hætti. Í kjölfarið ákvað stjórn samtakanna að fela kunnáttufólki að taka saman skýrslu um hvaða breytingar þyrfti að gera til að koma þessum málum í það horf sem áður gilti hér á landi, og er ríkjandi hjá þeim þjóðum sem við almennt berum okkur saman við. Skýrslan hefur verið kynnt Bændasamtökum Íslands og verið birt á heimasíðu Landverndar. Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. maí kl. 12.00. Öfugsnúin ábyrgð Í lögum um búfjárhald er m.a. kveðið á um það hvernig bregðast skuli við ef búfé kemst inn á friðað svæði (þ.e. eignarland). Þar kemur fram að umráðamaður hins friðaða lands skuli ábyrgjast handsömun búfjár, koma því í örugga vörslu, kanna hver eigandinn er og tilkynna honum þegar í stað hvar búféð er niðurkomið. Ef eigandi sækir búféð ekki innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu er umráðamanni hins friðaða lands heimilt að afhenda búféð viðkomandi sveitarstjórn. Þá er sérstaklega tekið fram að umráðamaður lands beri ábyrgð á því að búfé hafi nægilegt vatn og fóður á meðan það er í vörslu hans. Þetta hljómar einkennilega, en svona er þetta nú engu að síður. Er ekki tímabært að færa löggjöfina nær almennri réttarvitund? Söguleg vitleysa Því hefur verið haldið fram að þetta furðulega vinnulag skv. lögum um búfjárhald byggi á hefð frá því að landið byggðist. Það er alrangt. Frá þjóðveldisöld var lausaganga búfjár ýmsum takmörkunum háð og ljóst að fram undir okkar tíma var það meginregla að eigendur búfjár bæru ábyrgð á vörslu þess og mögulegu tjóni vegna ágangs þess í annarra land. Núverandi skipan mála var fyrst fest í lög á síðari hluta síðustu aldar. Voru það söguleg mistök sem tímabært er að leiðrétta. Fram til þess tíma voru í gildi ákvæði fornra lagaákvæða Grágásar og Jónsbókar um skyldu búfjáreigenda til að tryggja að búfénaður þeirra gengi ekki í annarra manna land, án samþykkist viðkomandi landeiganda. Í flestum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Vissulega er sveitarfélögum heimilt að setja reglur um bann við lausagöngu búfjár. Þeim ákvæðum hefur ekki verið mikið beitt þannig að meginreglaná landinu er lausaganga. Ísland úr tötrum með betri beitarstýringu Við landnám var Ísland vaxið gróðri sem hafði þróast frá ísöld án áhrifa beitar (nema frá fuglum). Eftir 1150 ára búsetu má lýsa Íslandi sem landi í tötrum hvað gróðurþekju og jarðveg varðar. Sumstaðar er þó ástandið gott, en víða er landið verulega laskað vegna ofbeitar. Um 24% lands er skilgreint sem rýrt mólendi, 13% sem hálf gróið land og 29% sem lítt gróið land. Þá eru margir afréttir á gosbeltinu dæmdir óhæfir til beitar. Í fréttum af fyrstu niðurstöðum Grólindar, samstarfsverkefnis Landgræðslunnar, bænda og fleiri aðila, hefur nýlega komið fram að sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra lands sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og jarðvegsrof mikið. Víða er hugtakið rányrkja notað um slíka meðferð á náttúruauðlindum. Hjá því verður ekki litið beit hefur átt ríkan þátt í gróður- og jarðvegseyðingu hér á landi. Fækkun búfjár, betri beitarstjórnun og mótvægisaðgerðir, til dæmis Landgræðslunnar og bænda, hafa þó talsvert dregið úr þeim neikvæðu áhrifum undanfarna áratugi. Mikið starf hefur verið unnið og fjármunum veitt til að bæta stöðuna. En meira þarf til; sauðfjárbeit á vissum svæðum kemur í veg fyrir að land í hnignun endurheimtist. Einkum á það við á gosbeltinu. Það hindrar friðun og endurheimt landgæða að ekki skuli gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Það er því tímabært snúa blaðinu við – að skylda búfjáreigendur að halda sínu búfé á landi sem þeir hafa umráðarétt yfir. Í dag hvílir sú kvöð á þeim vilja friða og rækta sitt land í friði fyrir búfjárbeit að girða land sitt af fyrir búfé. Að gera búfjáreigendur ábyrga fyrir sínum gripum mun stuðla að sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Í því kunna einnig að felast tækifæri til að bæta búskaparhætti og afkomu. Búfjáreigendur beri ábyrgð Með einfaldri breytingu á lögum á ábyrgð má bæta forsendur til uppgræðslu eða skógræktar umtalsvert. Í lögum þarf að tilgreina að landsvæði sem ekki eru afmörkuð vörslulínu verði almennt talin án beitar (til friðaðra svæða). Umgangur og beit búfjár yrði þá einungis heimil á landi sem hefur verið afmarkað sérstaklega með vörslulínu sem hindrar aðgang þess í svæði utan beitar (friðuð) og á þeim afréttum sem vel þola sjálfbæra beit. Framgreind lagabreyting er einföld og mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á möguleika til að endurheimta landgæði. Breytingin mun einnig hafa áhrif á hag búfjáreigenda og því er nauðsynlegt að veita rúman aðlögunartíma og grípa til aðgerða sem auðvelda aðlögunina.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun