Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 19:18 Eldgosið við Fagradalsfjall. Vísir/vilhelm Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. Hraun safnast nú á fjóra staði við eldstöðina; í nafnlausa dalnum svokallaða, norðar í Meradölum, í Geldingadölum og í Nátthaga. Hluti hraunsins leitar í suður og gæti náð Suðurstrandarvegi á endanum. Stysta leiðin að veginum er úr Nátthaga, rúmir tveir kílómetrar, en hraun gæti þó einnig náð að veginum úr Meradölum. Ágiskanir um hversu lengi hraun verður að veginum eru mismunandi - allt frá einni til tveimur vikum og upp í mánuði. „Ef þetta gerist með sama hætti í Nátthaga og það heldur áfram eins og það hefur verið að gera, að renna niður í Geldingadali og Meradali, þá tekur þetta svona þrjá fjóra mánuði áður en það fer að ná út úr Nátthaganum.“ Magnús Tumi Guðmundsson, eldfjallafræðingur.Vísir/vilhelm Þá gæti hraunið lagst í eina áttina frekar en aðra. „Eitt af því sem gæti gerst er að Geldingadalir fyllist og þá fari hraunið að leita niður gönguleiðina þá fer nú ýmislegt að breytast varðandi aðkomu.“ Í vikunni verður kannað hvort reisa eigi leiðigarða til að stýra hraunflæðinu, eftir að hraun flæddi yfir varnargarða sem áttu að vernda veginn. „Það [hraunið] mun fara yfir svæði þar sem ljósleiðarinn er, það mun fara yfir Suðurstrandarveg og fara út í sjó - en það þarf að halda áfram í marga mánuði til þess,“ segir Magnús Tumi. „Það er hægt að hafa áhrif á hvert það rennur og hvenær og það er það sem fólk er að skoða.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Sjá meira
Hraun safnast nú á fjóra staði við eldstöðina; í nafnlausa dalnum svokallaða, norðar í Meradölum, í Geldingadölum og í Nátthaga. Hluti hraunsins leitar í suður og gæti náð Suðurstrandarvegi á endanum. Stysta leiðin að veginum er úr Nátthaga, rúmir tveir kílómetrar, en hraun gæti þó einnig náð að veginum úr Meradölum. Ágiskanir um hversu lengi hraun verður að veginum eru mismunandi - allt frá einni til tveimur vikum og upp í mánuði. „Ef þetta gerist með sama hætti í Nátthaga og það heldur áfram eins og það hefur verið að gera, að renna niður í Geldingadali og Meradali, þá tekur þetta svona þrjá fjóra mánuði áður en það fer að ná út úr Nátthaganum.“ Magnús Tumi Guðmundsson, eldfjallafræðingur.Vísir/vilhelm Þá gæti hraunið lagst í eina áttina frekar en aðra. „Eitt af því sem gæti gerst er að Geldingadalir fyllist og þá fari hraunið að leita niður gönguleiðina þá fer nú ýmislegt að breytast varðandi aðkomu.“ Í vikunni verður kannað hvort reisa eigi leiðigarða til að stýra hraunflæðinu, eftir að hraun flæddi yfir varnargarða sem áttu að vernda veginn. „Það [hraunið] mun fara yfir svæði þar sem ljósleiðarinn er, það mun fara yfir Suðurstrandarveg og fara út í sjó - en það þarf að halda áfram í marga mánuði til þess,“ segir Magnús Tumi. „Það er hægt að hafa áhrif á hvert það rennur og hvenær og það er það sem fólk er að skoða.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Sjá meira