Fékk að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:01 Steinþór Már Auðunsson hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sumarsins í Pepsi Max deild karla. S2 Sport Ein óvæntasta stjarnan í Pepsi Max deild karla í sumar en KA markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem kom óvænt inn í liðið og hefur staðið sig frábærlega. KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum og situr í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar. Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni ræddu Steinþór Má í gærkvöldi eftir að Steinþór Már hélt hreinu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ. „Maður varla trúir þessu því þessi maður var aldrei á leiðinni að fara að spila hjá KA þar til að Jajalo meiðist. Það er óhætt að segja að hann sé búinn að standa sig heldur betur vel,“ sagði Guðmundur Benediktsson „Hann bara ver þetta allt saman. Markvarslan hans þegar Hilmar Árni á skotið er frábær markvarsla og að það er svona markvarsla sem ræður úrslitum í leikjum,“ sagði Jón Þór Hauksson. Stefán Árni Pálsson tók viðtal við Steinþór Má eftir leik og hikaði ekki við að kalla hann Stubb sem gælunafnið hans. Stefán Árni fékk líka að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur. „Það gekk flest upp hjá mér í dag og sem betur fer náðum við að skora eitt mark. Það er alltaf gaman að vinna 1-0,“ sagði Steinþór Már Auðunsson. „Það er mjög gaman að vera að spila fyrir uppeldisfélagið sitt í efstu deild. Það var það sem maður stefndi að þegar maður var lítill og nú loksins fær maður tækifærið,“ sagði Steinþór. „Ég bjóst alls ekki við þessu en því miður þá meiddist Jajalo. Maður fær því tækifæri til að spila og verður bara að reyna að standa sig,“ sagði Steinþór. En af hverju er markvörður KA kallaðir Stubbur? „Það er löng saga. Það fengu allir eitt gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Það sem ég var langyngstur og að spila upp fyrir mig þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var stærstur. Þá áttu allir að vera með kaldhæðins gælunafn og því miður þá festist mitt,“ sagði Steinþór. Þá má sjá allt viðtalið sem og það sem Ólafur Jóhannesson sagði um markvörð KA í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Óvænta hetjan í marki KA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum og situr í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar. Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni ræddu Steinþór Má í gærkvöldi eftir að Steinþór Már hélt hreinu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ. „Maður varla trúir þessu því þessi maður var aldrei á leiðinni að fara að spila hjá KA þar til að Jajalo meiðist. Það er óhætt að segja að hann sé búinn að standa sig heldur betur vel,“ sagði Guðmundur Benediktsson „Hann bara ver þetta allt saman. Markvarslan hans þegar Hilmar Árni á skotið er frábær markvarsla og að það er svona markvarsla sem ræður úrslitum í leikjum,“ sagði Jón Þór Hauksson. Stefán Árni Pálsson tók viðtal við Steinþór Má eftir leik og hikaði ekki við að kalla hann Stubb sem gælunafnið hans. Stefán Árni fékk líka að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur. „Það gekk flest upp hjá mér í dag og sem betur fer náðum við að skora eitt mark. Það er alltaf gaman að vinna 1-0,“ sagði Steinþór Már Auðunsson. „Það er mjög gaman að vera að spila fyrir uppeldisfélagið sitt í efstu deild. Það var það sem maður stefndi að þegar maður var lítill og nú loksins fær maður tækifærið,“ sagði Steinþór. „Ég bjóst alls ekki við þessu en því miður þá meiddist Jajalo. Maður fær því tækifæri til að spila og verður bara að reyna að standa sig,“ sagði Steinþór. En af hverju er markvörður KA kallaðir Stubbur? „Það er löng saga. Það fengu allir eitt gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Það sem ég var langyngstur og að spila upp fyrir mig þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var stærstur. Þá áttu allir að vera með kaldhæðins gælunafn og því miður þá festist mitt,“ sagði Steinþór. Þá má sjá allt viðtalið sem og það sem Ólafur Jóhannesson sagði um markvörð KA í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Óvænta hetjan í marki KA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira