Biden og Pútín funda í Genf Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 14:31 Frá fundi Bidens og Pútíns árið 2011. AP(Alexei Druzhinin Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. Biden mun ferðast til Evrópu í næsta mánuði. Fyrst fer hann til Bretlands á leiðtogafund G7 ríkjanna og því næst fer hann til Brussel á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann mun síðan eiga fund með Putin í Genf hinn 16. júní. Í stuttri yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir að Biden vilji ræða við Pútín um ýmis málefni og að markmið ríkisstjórnar Bidens sé að koma stöðugleika á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Biden lagði fyrst til við Pútín að þeir myndu hittast er þær ræddu saman í síma í apríl. Þá var ríkisstjórn Bidens að undirbúa refsiaðgerðir gegn Rússlandi í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem Biden hafði verið við völd. Þær refsiaðgerðir voru til komnar vegna þess að eitrað var fyrir Alexei Navalní og vegna SolarWinds tölvuárásarinnar. Í kosningabaráttu Bidens og Donalds Trump, fyrrverandi forseta, gagnrýndi Biden forvera sinn harðlega fyrir það hvernig hann háttaði samskiptum sínum við Pútín. Sjá einnig: Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Skömmu eftir að hann tók við embætti sagði Biden að hann ætlaði að herða afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist forsetinn til að mynda hafa sagt Pútín í síma að Bandaríkin myndu ekki lengur lúffa fyrir Rússlandi og sætta sig við óvinveittar aðgerðir Rússa. Vísaði hann þar til afskipta af forsetakosningum, tölvuárása og banatilræða með taugaeitri. Bandaríkin Joe Biden Rússland Sviss Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Biden mun ferðast til Evrópu í næsta mánuði. Fyrst fer hann til Bretlands á leiðtogafund G7 ríkjanna og því næst fer hann til Brussel á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann mun síðan eiga fund með Putin í Genf hinn 16. júní. Í stuttri yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir að Biden vilji ræða við Pútín um ýmis málefni og að markmið ríkisstjórnar Bidens sé að koma stöðugleika á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Biden lagði fyrst til við Pútín að þeir myndu hittast er þær ræddu saman í síma í apríl. Þá var ríkisstjórn Bidens að undirbúa refsiaðgerðir gegn Rússlandi í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem Biden hafði verið við völd. Þær refsiaðgerðir voru til komnar vegna þess að eitrað var fyrir Alexei Navalní og vegna SolarWinds tölvuárásarinnar. Í kosningabaráttu Bidens og Donalds Trump, fyrrverandi forseta, gagnrýndi Biden forvera sinn harðlega fyrir það hvernig hann háttaði samskiptum sínum við Pútín. Sjá einnig: Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Skömmu eftir að hann tók við embætti sagði Biden að hann ætlaði að herða afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist forsetinn til að mynda hafa sagt Pútín í síma að Bandaríkin myndu ekki lengur lúffa fyrir Rússlandi og sætta sig við óvinveittar aðgerðir Rússa. Vísaði hann þar til afskipta af forsetakosningum, tölvuárása og banatilræða með taugaeitri.
Bandaríkin Joe Biden Rússland Sviss Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira