Engin sekt eða bann vegna hnefahögganna í Grindavík Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2021 13:49 Gæslufólk var fljótt að grípa inn í eftir að hnefarnir voru látnir tala á áhorfendapöllunum í Grindavík. Stöð 2 Sport „Þó að við beitum ekki sektum eða heimaleikjabanni þá lítum við þetta að sjálfsögðu alvarlegum augum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, um áflogin í Grindavík í gærkvöld. Grindavík vann Stjörnuna í gær og tryggði sér oddaleik í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Í þriðja leikhluta í gær sauð upp úr á áhorfendapöllunum þar sem sjá mátti stuðningsmann Grindavíkur beita hnefahöggum eftir að stuðningsmaður Stjörnunnar reif af honum trommukjuða. Atvikið má sjá hér að neðan. Hannes segir að málið fari ekki fyrir aga- og úrskurðarnefnd. Í reglugerð segir að nefndin hafi heimild til að beita fjársektum vegna óláta áhorfenda, að hámarki 150 þúsund króna, en einnig sé hægt að svipta viðkomandi heimalið heimaleikjum. Dómarar leiksins hefðu þurft að leggja fram kæru til að aga- og úrskurðarnefnd tæki málið fyrir, eins og raunin var eftir tvo leiki í 8-liða úrslitunum árið 2019. Þá hlutu Grindavík og Njarðvík 50 þúsund króna sekt hvort félag vegna mála sem bitnuðu á leikmönnum. Stuðningsmaður Njarðvíkur hafði kastað trommukjuða í leikmann ÍR, og stuðningsmaður Grindavíkur kastað klinki í leikmann Stjörnunnar. Engin refsing verður vegna málsins í Grindavík í gærkvöld en Hannes brýnir fyrir stuðningsmönnum að hvetja sín lið. „Ég hef sjálfur ekki séð meira en það sem við sáum í sjónvarpinu og það hafa engar aðrar skýrslur borist inn á okkar borð. Það var eftirlitsmaður á leiknum en hann sá ekki nákvæmlega hvað gerðist enda tók þetta mjög stutta stund. Eins og þetta horfir við mér, í sjónvarpinu, þá er sökin beggja. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða í okkar regluverki, hvernig við getum brugðist við svona,“ segir Hannes. Grindavík og Stjarnan sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í dag: Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar Í gær fór þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að slík hegðun er með öllu óásættanleg. Við berum öll ábyrgð á okkar hegðun og þegar við klæðumst einkennisbúningi okkar félags þá er mikilvægt að við endurspeglum þau gildi sem félögin standa fyrir. Við hvetjum alla félagsmenn innan vallar sem utan til að standa vörð um þau. Fyrir hönd U.M.F Grindavíkur: Jón Júlíus Karlsson framkvæmdastjóri og Ingibergur Þór Ólafarson, formaður körfuknattleiksdeildar. Fyrir hönd U.M.F Stjörnunnar: Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar. Sýnir hvað ábyrgð stuðningsmanna er mikil „Það er afskaplega dapurlegt að svona skuli koma til á milli stuðningsmanna liðanna. Stuðningsmenn eiga að styðja sín lið – ekki vera að kýta uppi í stúku og hvað þá að grípa til handalögmála. Við erum að sjálfsögðu á móti öllu slíku. Þegar við erum svo ofan á þetta með harðar sóttvarnareglur þá má svona lagað enn frekar ekki gerast. Þarna var verið að fara á milli hólfa og það er alvarlegt,“ segir Hannes. Frá og með gærdeginum mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi á íþróttaviðburðum og Hannes vonast til að áhorfendur geti fylgt reglum um að fara ekki á milli hólfa, virða fjarlægðarmörk og nota andlitsgrímur: „Þetta sýnir hvað ábyrgð stuðningsmanna er mikil. Ég hef reynt að koma þessu á framfæri vegna þeirra sóttvarnareglna sem eru í þjóðfélaginu. Stuðningsmenn félaganna virðast oft vera svo kærulausir þegar kemur að sóttvörnum. Félögunum eru settar mjög strangar reglur af yfirvöldum, gera sitt besta til að fara eftir þeim, en ábyrgð stuðningsmanna er mjög mikil. Þeir verða að bera virðingu fyrir andstæðingnum og eiga að styðja sitt lið. Manni finnst þetta virkilega dapurt.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur er í Garðabæ á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Grindavík Tengdar fréttir Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45 Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. 25. maí 2021 23:00 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Grindavík vann Stjörnuna í gær og tryggði sér oddaleik í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Í þriðja leikhluta í gær sauð upp úr á áhorfendapöllunum þar sem sjá mátti stuðningsmann Grindavíkur beita hnefahöggum eftir að stuðningsmaður Stjörnunnar reif af honum trommukjuða. Atvikið má sjá hér að neðan. Hannes segir að málið fari ekki fyrir aga- og úrskurðarnefnd. Í reglugerð segir að nefndin hafi heimild til að beita fjársektum vegna óláta áhorfenda, að hámarki 150 þúsund króna, en einnig sé hægt að svipta viðkomandi heimalið heimaleikjum. Dómarar leiksins hefðu þurft að leggja fram kæru til að aga- og úrskurðarnefnd tæki málið fyrir, eins og raunin var eftir tvo leiki í 8-liða úrslitunum árið 2019. Þá hlutu Grindavík og Njarðvík 50 þúsund króna sekt hvort félag vegna mála sem bitnuðu á leikmönnum. Stuðningsmaður Njarðvíkur hafði kastað trommukjuða í leikmann ÍR, og stuðningsmaður Grindavíkur kastað klinki í leikmann Stjörnunnar. Engin refsing verður vegna málsins í Grindavík í gærkvöld en Hannes brýnir fyrir stuðningsmönnum að hvetja sín lið. „Ég hef sjálfur ekki séð meira en það sem við sáum í sjónvarpinu og það hafa engar aðrar skýrslur borist inn á okkar borð. Það var eftirlitsmaður á leiknum en hann sá ekki nákvæmlega hvað gerðist enda tók þetta mjög stutta stund. Eins og þetta horfir við mér, í sjónvarpinu, þá er sökin beggja. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða í okkar regluverki, hvernig við getum brugðist við svona,“ segir Hannes. Grindavík og Stjarnan sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í dag: Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar Í gær fór þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að slík hegðun er með öllu óásættanleg. Við berum öll ábyrgð á okkar hegðun og þegar við klæðumst einkennisbúningi okkar félags þá er mikilvægt að við endurspeglum þau gildi sem félögin standa fyrir. Við hvetjum alla félagsmenn innan vallar sem utan til að standa vörð um þau. Fyrir hönd U.M.F Grindavíkur: Jón Júlíus Karlsson framkvæmdastjóri og Ingibergur Þór Ólafarson, formaður körfuknattleiksdeildar. Fyrir hönd U.M.F Stjörnunnar: Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar. Sýnir hvað ábyrgð stuðningsmanna er mikil „Það er afskaplega dapurlegt að svona skuli koma til á milli stuðningsmanna liðanna. Stuðningsmenn eiga að styðja sín lið – ekki vera að kýta uppi í stúku og hvað þá að grípa til handalögmála. Við erum að sjálfsögðu á móti öllu slíku. Þegar við erum svo ofan á þetta með harðar sóttvarnareglur þá má svona lagað enn frekar ekki gerast. Þarna var verið að fara á milli hólfa og það er alvarlegt,“ segir Hannes. Frá og með gærdeginum mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi á íþróttaviðburðum og Hannes vonast til að áhorfendur geti fylgt reglum um að fara ekki á milli hólfa, virða fjarlægðarmörk og nota andlitsgrímur: „Þetta sýnir hvað ábyrgð stuðningsmanna er mikil. Ég hef reynt að koma þessu á framfæri vegna þeirra sóttvarnareglna sem eru í þjóðfélaginu. Stuðningsmenn félaganna virðast oft vera svo kærulausir þegar kemur að sóttvörnum. Félögunum eru settar mjög strangar reglur af yfirvöldum, gera sitt besta til að fara eftir þeim, en ábyrgð stuðningsmanna er mjög mikil. Þeir verða að bera virðingu fyrir andstæðingnum og eiga að styðja sitt lið. Manni finnst þetta virkilega dapurt.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur er í Garðabæ á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar Í gær fór þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að slík hegðun er með öllu óásættanleg. Við berum öll ábyrgð á okkar hegðun og þegar við klæðumst einkennisbúningi okkar félags þá er mikilvægt að við endurspeglum þau gildi sem félögin standa fyrir. Við hvetjum alla félagsmenn innan vallar sem utan til að standa vörð um þau. Fyrir hönd U.M.F Grindavíkur: Jón Júlíus Karlsson framkvæmdastjóri og Ingibergur Þór Ólafarson, formaður körfuknattleiksdeildar. Fyrir hönd U.M.F Stjörnunnar: Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Grindavík Tengdar fréttir Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45 Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. 25. maí 2021 23:00 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45
Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. 25. maí 2021 23:00