Amazon kaupir MGM og James Bond Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 14:10 Söguheimurinn um njósnarann James Bond, sem Daniel Craig hefur leikið á undanförnum árum, er ein verðmætasata eign MGM. AP/Michael Sohn Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna. Samkvæmt frétt Variety inniheldur safn MGM rúmlega fjögur þúsund kvikmyndir og um sautján þúsund sjónvarpsþætti. Þetta efni mun líklegast bætast við efnisveitu Amazon, Prime Video. Ekki liggur fyrir hvenær kaupin munu ganga í gegn. Kaupin munu einnig gera Amazon kleift að framleiða upprunalegt efni sem tengist kvikmyndum og þáttum um frægar persónur eins og Bond, Rocky, Robocop og aðrar. Meðal þáttaraða sem MGM á eru Handmaid's Tale, Vikings, Fargo og Stargate. Í tilkynningu um samningin er haft eftir einum yfirmanna Prime Video að Amazon sjái mikla möguleika með það efni sem MGM á höfundarrétt að. Það bjóði upp á gífurleg tækifæri til sögusköpunar. MGM hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Variety segir aðra sem hafa haft til skoðunar að kaupa kvikmyndaverið hafa lýst yfir furðu sinni á verðinu sem Amazon ætlar að greiða. Flestir hafi hingað til metið fyrirtækið á um fimm milljarða dala. Í frétt CNBC segir að kaupin sé til marks um vilja forsvarsmanna Amazon til að eiga í samkeppni við fyrirtæki sem reka aðrar efnisveitur eins og Netflix og Disney. Þessi fyrirtæki hafa öll varið miklum fjármunum í að byggja upp efnissöfn sín. Þá hafi stór fyrirtæki í framleiðslu sjónvarpsefnis verið sameinuð undanfarið og er sameining WarnerMedia og Discovery nefnd sem dæmi. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu eru þegar að skoða umsvif Amazon með tilliti til samkeppnissjónarmiða og segir í frétt CNBC að kaupin á MGM gætu aukið þær áhyggjur sem ráðamenn hafa af yfirburðastöðu Amazon. Amazon Bíó og sjónvarp James Bond Bandaríkin Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samkvæmt frétt Variety inniheldur safn MGM rúmlega fjögur þúsund kvikmyndir og um sautján þúsund sjónvarpsþætti. Þetta efni mun líklegast bætast við efnisveitu Amazon, Prime Video. Ekki liggur fyrir hvenær kaupin munu ganga í gegn. Kaupin munu einnig gera Amazon kleift að framleiða upprunalegt efni sem tengist kvikmyndum og þáttum um frægar persónur eins og Bond, Rocky, Robocop og aðrar. Meðal þáttaraða sem MGM á eru Handmaid's Tale, Vikings, Fargo og Stargate. Í tilkynningu um samningin er haft eftir einum yfirmanna Prime Video að Amazon sjái mikla möguleika með það efni sem MGM á höfundarrétt að. Það bjóði upp á gífurleg tækifæri til sögusköpunar. MGM hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Variety segir aðra sem hafa haft til skoðunar að kaupa kvikmyndaverið hafa lýst yfir furðu sinni á verðinu sem Amazon ætlar að greiða. Flestir hafi hingað til metið fyrirtækið á um fimm milljarða dala. Í frétt CNBC segir að kaupin sé til marks um vilja forsvarsmanna Amazon til að eiga í samkeppni við fyrirtæki sem reka aðrar efnisveitur eins og Netflix og Disney. Þessi fyrirtæki hafa öll varið miklum fjármunum í að byggja upp efnissöfn sín. Þá hafi stór fyrirtæki í framleiðslu sjónvarpsefnis verið sameinuð undanfarið og er sameining WarnerMedia og Discovery nefnd sem dæmi. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu eru þegar að skoða umsvif Amazon með tilliti til samkeppnissjónarmiða og segir í frétt CNBC að kaupin á MGM gætu aukið þær áhyggjur sem ráðamenn hafa af yfirburðastöðu Amazon.
Amazon Bíó og sjónvarp James Bond Bandaríkin Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira