Kallaði fram kjánahroll og minningar um gerviíþrótt í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 11:31 Björgvin Hafþór Ríkharðsson sést hér lenda á veggnum í Grindavík. S2 Sport Það hefur verið hart tekist á í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta en leikaraskapurinn er líka til staðar eins og sannaðist í Grindavík í síðasta leik. „Órúlegir hlutir gerast í körfubolta en ég hef aldrei séð þetta hérna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds þegar hann kynnti inn myndband með Grindvíkingnum Björgvin Hafþóri Ríkharðssyni. Björgvin lenti út í vegg eftir samskipti sín við Ægi Þór Steinarsson í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Björgvin kastaði sér á vegginn til að reyna að fiska eitthvað á Ægi. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru mjög hneykslaðir á Grindvíkingnum. S2 Sport „Ég veit ekki hvað drengurinn er að hugsa. Ég fékk svo ofsalegan kjánahroll í gær,“ sagði Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann togar vissulega aðeins í hann,“ skaut Kjartan Atli inn í. Það er satt en skýrir ekki af hverju Björgvin skellur í veggnum. „Ég hef oft séð svona en ekki í körfubolta samt. Það er til íþrótt í Bandaríkjunum sem heitir Wrestling sem fullt af fólki heldur að sé í alvöru en menn eru bara að kasta sér í hringnum. Svo fara þeir upp í kaðlana og hoppa á hvorn annan. Þetta minnti mig svolítið á það,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann þarf að fara í leikslistaskólann ef hann ætlar að vera betri í þessu. Þetta leit ekki vel út,“ sagði Kristinn kaldhæðinn. „Ég lék í Vodafone-auglýsingu í þessum sal fyrir tveimur til þremur árum. Ég er hugsanlega lélegasti leikari sem einhver leikstjóri hefur fengið í hendurnar. Þetta var lélegra en það,“ sagði Benedikt. Það má sjá leikaraskapinn og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Björgvin og veggurinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Órúlegir hlutir gerast í körfubolta en ég hef aldrei séð þetta hérna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds þegar hann kynnti inn myndband með Grindvíkingnum Björgvin Hafþóri Ríkharðssyni. Björgvin lenti út í vegg eftir samskipti sín við Ægi Þór Steinarsson í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Björgvin kastaði sér á vegginn til að reyna að fiska eitthvað á Ægi. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru mjög hneykslaðir á Grindvíkingnum. S2 Sport „Ég veit ekki hvað drengurinn er að hugsa. Ég fékk svo ofsalegan kjánahroll í gær,“ sagði Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann togar vissulega aðeins í hann,“ skaut Kjartan Atli inn í. Það er satt en skýrir ekki af hverju Björgvin skellur í veggnum. „Ég hef oft séð svona en ekki í körfubolta samt. Það er til íþrótt í Bandaríkjunum sem heitir Wrestling sem fullt af fólki heldur að sé í alvöru en menn eru bara að kasta sér í hringnum. Svo fara þeir upp í kaðlana og hoppa á hvorn annan. Þetta minnti mig svolítið á það,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann þarf að fara í leikslistaskólann ef hann ætlar að vera betri í þessu. Þetta leit ekki vel út,“ sagði Kristinn kaldhæðinn. „Ég lék í Vodafone-auglýsingu í þessum sal fyrir tveimur til þremur árum. Ég er hugsanlega lélegasti leikari sem einhver leikstjóri hefur fengið í hendurnar. Þetta var lélegra en það,“ sagði Benedikt. Það má sjá leikaraskapinn og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Björgvin og veggurinn
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum