Landsbyggðin eignast fulltrúa í úrslitum í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2021 11:01 Leikmenn KA/Þórs fagna deildarmeistaratitlinum sem það vann á dögunum. vísir/hulda margrét Í dag kemur í ljós hvort KA/Þór eða ÍBV mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 15:00. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira