Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Starfsfólk í sýnatökugáminum býr sig undir komu flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/arnar Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. Sýnataka og móttaka vottorða fór áður fram á tveimur mismunandi stöðum inni í miðri flugstöðinni. Nú sýna farþegar hins vegar bólusetningar- og PCR-vottorð í komusal - og fara að því búnu í sýnatöku í sérútbúnum gámi fyrir utan flugstöðina. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir nýju aðstöðuna hafa gefist mjög vel. „Málið var það að við vorum komin alveg að þanmörkum þar sem við vorum staðsett á öðrum stað í byggingunni, þar vorum við með einhverjar níu vinnustöðvar en hér er búið að opna átján vinnustöðvar þannig að þetta er búið að auka flæði gríðarlega.“ Arngrímur reiknar með breytingum á skimunarfyrirkomulaginu um miðjan júní. „Við erum að vona að þetta sé að auka um helming hjá okkur, afkastagetan, en á sama tíma er farþegunum að fjölga alveg gríðarlega. Þannig að það er spurning hvenær þessi aðstaða hjá okkur springur líka.“ Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Almennt hafi gengið vel að taka á móti ferðamönnum á vellinum. „Það er alltaf eitthvað um það að ferðamenn komi til landsins sem hafa ekki þessar heimildir sem ég hef nefnt áður og við höfum þurft að vísa aftur til síns heima. Þannig að nei, ekkert stórt en það er alltaf einn og einn sem er ekki alveg búinn að kynna sér hvernig á að ferðast til Íslands og hvaða gögn þarf að hafa með sér.“ Beðið eftir farþegum til að skima.Vísir/Arnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Sýnataka og móttaka vottorða fór áður fram á tveimur mismunandi stöðum inni í miðri flugstöðinni. Nú sýna farþegar hins vegar bólusetningar- og PCR-vottorð í komusal - og fara að því búnu í sýnatöku í sérútbúnum gámi fyrir utan flugstöðina. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir nýju aðstöðuna hafa gefist mjög vel. „Málið var það að við vorum komin alveg að þanmörkum þar sem við vorum staðsett á öðrum stað í byggingunni, þar vorum við með einhverjar níu vinnustöðvar en hér er búið að opna átján vinnustöðvar þannig að þetta er búið að auka flæði gríðarlega.“ Arngrímur reiknar með breytingum á skimunarfyrirkomulaginu um miðjan júní. „Við erum að vona að þetta sé að auka um helming hjá okkur, afkastagetan, en á sama tíma er farþegunum að fjölga alveg gríðarlega. Þannig að það er spurning hvenær þessi aðstaða hjá okkur springur líka.“ Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Almennt hafi gengið vel að taka á móti ferðamönnum á vellinum. „Það er alltaf eitthvað um það að ferðamenn komi til landsins sem hafa ekki þessar heimildir sem ég hef nefnt áður og við höfum þurft að vísa aftur til síns heima. Þannig að nei, ekkert stórt en það er alltaf einn og einn sem er ekki alveg búinn að kynna sér hvernig á að ferðast til Íslands og hvaða gögn þarf að hafa með sér.“ Beðið eftir farþegum til að skima.Vísir/Arnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira