„Fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 13:14 Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. AÐSEND Njáll Trausti Friðbertsson hafði öruggan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í Suðurkjördæmi. Oddvitarnir ætla sér báðir að ná fleiri mönnum á þing nú en í síðustu alþingiskosningum. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær og mun því leiða lista flokksins í næstkomandi alþingiskosningum. „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin við þig og viðurkenna það að mér hefur fundist þetta allt hálf óraunverulegt og ég kannski er ekki alveg búin að ná utan um atburðarásina,“ segir Guðrún. Reynslan úr atvinnulífinu mikilvæg Guðrún hlaut 2.183 atkvæði af þeim 4.647 sem greidd voru. Hún segir að reynsla hennar úr atvinnulífinu hafi að líkindum skilað henni sigri. „Ég vil taka það fram að mótframbjóðandi minn er mjög frambærilegur maður sem hefur unnið vel og allt okkar á milli hefur verið mjög drengilegt og unnið að mikilli virðingu. Það sem ég skynjaði kannski helst var reynsla mín úr atvinnulífinu. Það var kannski það ákall sem fólk beindi til mín þegar það var að hvetja mig til þess að stíga fram og gefa kost á mér, að það vantaði rödd úr atvinnulífinu og reynslu þaðan og ég held að það hafi kannski skipt mestu máli.“ Ætla að ná fjórum mönnum inn á þing Vilhjálmur Árnason sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti með 2.651 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti. Guðrún segir sameiningu innan kjördæmisins og segist hún sannfærð um að ná fjórum mönnum inn á þing í haust. Guðrún segist viss um að áherslubreytingar verði í kjördæminu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Það koma alltaf inn nýjar breytingar með nýju fólki.“ Ekki búin að ákveða umfjöllunarefni jómfrúarræðunnar Nær öruggt er að Guðrún er á leið inn á þing í haust. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða um hvað hún fjalli í jómfrúarræðu sinni á Alþingi. „Ég verð að viðurkenna það að fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið.“ Njáll með öruggan sigur Njáll Trausti Friðbertsson hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll hafði nokkuð öruggan sigur og endaði með 816 atkvæði af þeim 1.570 sem greidd voru. „Þetta gekk mjög vel og ég fæ afgerandi kosningu í fyrsta sætið þannig auðvitað er ég mjög ánægður með hvernig gekk og niðurstöðu prófkjörsins,“ sagði Njáll Trausti. Hann segir að vel hafi gengið með mál hans í þinginu og það hafi mögulega haft áhrif á sigur hans. „Fólk veit hvað ég stend fyrir og náðst góður árangur í mörgum af þeim málum sem ég hef verið að vinna með. Auðvitað hefur þetta litið mikið að innviðum landsins, að tryggja þá. Áhersla á innviði á landsbyggðinni, samgöngur, fjarskiptin og raforkumálin.“ „Ég skil alveg gremju um þessi mál almennt“ Berglind Ósk Guðmundsson hafnaði í öðru sæti listans. Því er ljóst að tveir efstu menn listans eru úr Eyjafirði. Er það ekkert bagalegt, að eystri hlutar kjördæmisins hafi kannski ekki beinan talsmann? „Auðvitað er þetta gríðarlega flókið kjördæmi,“ segir Njáll Trausti og bendir á að þeir sem höfnuðu í þriðja til fimmta sæti séu að austan. „Þetta er mikil breyting á ásýndinni. Það yngist mikið listinn. Góð kynjaskipting þannig að ég held að það raðist mjög vel upp á listann en sannarlega er það þannig að kjördæmið er flókið og ég skil alveg gremju um þessi mál almennt.“ Njáll Trausti kveðst ánægður með listann og ætlar að ná þremur mönnum inn á þing í haust. Gauti þiggur ekki þriðja sætið Gauti Jóhannesson sem sóttist eftir fyrsta sætinu gegn Njáli Trausta hafnaði í því þriðja. Hann hefur tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista flokksins. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43 Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær og mun því leiða lista flokksins í næstkomandi alþingiskosningum. „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin við þig og viðurkenna það að mér hefur fundist þetta allt hálf óraunverulegt og ég kannski er ekki alveg búin að ná utan um atburðarásina,“ segir Guðrún. Reynslan úr atvinnulífinu mikilvæg Guðrún hlaut 2.183 atkvæði af þeim 4.647 sem greidd voru. Hún segir að reynsla hennar úr atvinnulífinu hafi að líkindum skilað henni sigri. „Ég vil taka það fram að mótframbjóðandi minn er mjög frambærilegur maður sem hefur unnið vel og allt okkar á milli hefur verið mjög drengilegt og unnið að mikilli virðingu. Það sem ég skynjaði kannski helst var reynsla mín úr atvinnulífinu. Það var kannski það ákall sem fólk beindi til mín þegar það var að hvetja mig til þess að stíga fram og gefa kost á mér, að það vantaði rödd úr atvinnulífinu og reynslu þaðan og ég held að það hafi kannski skipt mestu máli.“ Ætla að ná fjórum mönnum inn á þing Vilhjálmur Árnason sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti með 2.651 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti. Guðrún segir sameiningu innan kjördæmisins og segist hún sannfærð um að ná fjórum mönnum inn á þing í haust. Guðrún segist viss um að áherslubreytingar verði í kjördæminu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Það koma alltaf inn nýjar breytingar með nýju fólki.“ Ekki búin að ákveða umfjöllunarefni jómfrúarræðunnar Nær öruggt er að Guðrún er á leið inn á þing í haust. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða um hvað hún fjalli í jómfrúarræðu sinni á Alþingi. „Ég verð að viðurkenna það að fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið.“ Njáll með öruggan sigur Njáll Trausti Friðbertsson hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll hafði nokkuð öruggan sigur og endaði með 816 atkvæði af þeim 1.570 sem greidd voru. „Þetta gekk mjög vel og ég fæ afgerandi kosningu í fyrsta sætið þannig auðvitað er ég mjög ánægður með hvernig gekk og niðurstöðu prófkjörsins,“ sagði Njáll Trausti. Hann segir að vel hafi gengið með mál hans í þinginu og það hafi mögulega haft áhrif á sigur hans. „Fólk veit hvað ég stend fyrir og náðst góður árangur í mörgum af þeim málum sem ég hef verið að vinna með. Auðvitað hefur þetta litið mikið að innviðum landsins, að tryggja þá. Áhersla á innviði á landsbyggðinni, samgöngur, fjarskiptin og raforkumálin.“ „Ég skil alveg gremju um þessi mál almennt“ Berglind Ósk Guðmundsson hafnaði í öðru sæti listans. Því er ljóst að tveir efstu menn listans eru úr Eyjafirði. Er það ekkert bagalegt, að eystri hlutar kjördæmisins hafi kannski ekki beinan talsmann? „Auðvitað er þetta gríðarlega flókið kjördæmi,“ segir Njáll Trausti og bendir á að þeir sem höfnuðu í þriðja til fimmta sæti séu að austan. „Þetta er mikil breyting á ásýndinni. Það yngist mikið listinn. Góð kynjaskipting þannig að ég held að það raðist mjög vel upp á listann en sannarlega er það þannig að kjördæmið er flókið og ég skil alveg gremju um þessi mál almennt.“ Njáll Trausti kveðst ánægður með listann og ætlar að ná þremur mönnum inn á þing í haust. Gauti þiggur ekki þriðja sætið Gauti Jóhannesson sem sóttist eftir fyrsta sætinu gegn Njáli Trausta hafnaði í því þriðja. Hann hefur tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43 Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43
Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32