Það er meiriháttar mál að lenda upp á kant við þá Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 31. maí 2021 07:00 Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar