„Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2021 16:00 Helena Sverrisdóttir er á góðri leið með að verða Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð. vísir/bára „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Mér fannst við gera ótrúlega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir þegar hún mætti í spjall við Pálínu Gunnlaugsdóttir og sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds eftir annan sigur Vals á Haukum. Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“ Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22