Bilun í lyfjagátt setur starfsemi apóteka í uppnám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 15:49 Erfiðlega hefur gengið að afgreiða lyf í dag sökum bilunarinnar. Vísir/Egill Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag. „Þetta er bara ástand, í rauninni. Heklugáttin liggur niðri, sem er ský fyrir okkur til að sækja lyfseðla,“ segir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, í samtali við fréttastofu. Hún segir vandamálið ekki liggja hjá apótekum landsins, heldur í umræddri Heklugátt sem nú liggur niðri. Anna kveðst ekkert geta fullyrt um hver ástæðan sé, en fyrirspurn hefur verið send á Landlæknisembættið í þeirri von um að stöðunni verði kippt í lag sem fyrst. Kerfið hafi nánast verið óvirkt frá því klukkan ellefu í dag. „Það eru margir viðskiptavinir sem hafa þurft að fara til baka í dag og við hringjum þá kannski í þá þegar þetta er komið í lag. Einstaka lyfseðlar hafa komist í gegn en það tekur mjög langan tíma,“ segir Anna og kveðst gera ráð fyrir miklu álagi þegar kerfið verður aftur komið á fulla virkni. Hún segir svipaðar bilanir hafa komið upp áður, það gerist öðru hvoru, en þær endist að jafnaði ekki jafn lengi og sú sem valdið hefur usla í apótekum landsins í dag. „Því miður þá virðist þetta gerast öðru hvoru, nokkrum sinnum í mánuði. Oft eru þetta bara einhverjar hálftíma bilanir sem eru hvimleiðar, en endast ekki allan daginn,“ segir Anna, sem segir um eina lengstu bilunina að ræða. „Það er samt of algengt að þetta sé að frjósa, eða það komi upp bilanir í kerfinu,“ segir hún. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
„Þetta er bara ástand, í rauninni. Heklugáttin liggur niðri, sem er ský fyrir okkur til að sækja lyfseðla,“ segir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, í samtali við fréttastofu. Hún segir vandamálið ekki liggja hjá apótekum landsins, heldur í umræddri Heklugátt sem nú liggur niðri. Anna kveðst ekkert geta fullyrt um hver ástæðan sé, en fyrirspurn hefur verið send á Landlæknisembættið í þeirri von um að stöðunni verði kippt í lag sem fyrst. Kerfið hafi nánast verið óvirkt frá því klukkan ellefu í dag. „Það eru margir viðskiptavinir sem hafa þurft að fara til baka í dag og við hringjum þá kannski í þá þegar þetta er komið í lag. Einstaka lyfseðlar hafa komist í gegn en það tekur mjög langan tíma,“ segir Anna og kveðst gera ráð fyrir miklu álagi þegar kerfið verður aftur komið á fulla virkni. Hún segir svipaðar bilanir hafa komið upp áður, það gerist öðru hvoru, en þær endist að jafnaði ekki jafn lengi og sú sem valdið hefur usla í apótekum landsins í dag. „Því miður þá virðist þetta gerast öðru hvoru, nokkrum sinnum í mánuði. Oft eru þetta bara einhverjar hálftíma bilanir sem eru hvimleiðar, en endast ekki allan daginn,“ segir Anna, sem segir um eina lengstu bilunina að ræða. „Það er samt of algengt að þetta sé að frjósa, eða það komi upp bilanir í kerfinu,“ segir hún.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira