Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2021 17:43 Hughes Van Ellis Sr., Lessie Benningfield Randle og Viola Fletcher leiða skrúðgöngu til minningar um fjöldamorðið í Tulsa. AP Photo/Sue Ogrocki Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Lessie Benningfield Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stöflum af líkum. „Ég var bara lítið barn en ég man eftir því að hlaupa undan vopnuðum mönnunum þegar þeir brutust inn á heimili mitt,“ sagði Randle í samtali við fréttastofu Reuters. Blóðbaðið stóð yfir í tvo daga. Hvítir íbúar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum bæjarins, sem margir hverjir voru mjög vel stæðir. Greenwood hverfið, þar sem íbúar voru lang flestir svartir, var betur þekkt sem „svarta Wall Street,“ þar sem íbúarnir voru mjög vel efnahagslega stæðir. Átökin hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa misnotað hvíta konu. Hvítir íbúar bæjarins réðust þá inn í Greenwood, skutu svarta á færi, rústuðu heimilum þeirra og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru. Meira en þúsund byggingar eyðilögðust í árásinni. Meðlimir Black Panther flokksins tóku þátt í skrúðgöngunni til minningar um blóðbaðið.Brandon Bell/Getty Images Talið er að þrjú hundruð hafi verið myrtir þennan dag, þúsundir misstu heimili sín og samfélag, sem margir töldu merki þess hvað svartir Bandaríkjamenn gætu gert, var skilið eftir í rústum. „Þetta var Mekka. Tulsa var það sem Atlanta er í dag,“ sagði Duke Durant, þrjátíu ára uppistandari, leikari og íbúi í Tulsa, á minningarathöfninni í dag. Minningarhátíðin hófst á föstudag með skrúðgöngu sem Randle og tveir aðrir eftirlifendur, þau Viola Fletcher og Hughes Van Ellis, leiddu. 450 börn úr George Washington Carver skólanum gengu á eftir vagninum sem Randle, Fletcher og Ellis sátu í áður en fleiri bættust í hópinn. Hátíðinni lýkur á morgun þegar Greenwood Rising safnið verður formlega opnað og ráðgert er að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, verði viðstaddur opnuninni. Safnið er tileinkað sögu hverfisins en lengi vel hefur sögu þess verið sópað undir teppið. Í áratugi hefur saga hverfisins ekki verið sögð og samkvæmt skýrslu sem unnin var árið 2001 var saga þess ekki kennd í barnaskólum, svo að lang flestir voru búnir að gleyma blóðbaðinu 1921.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira