Skipulagsmál - aðgangur almennings að raunsærri mynd Páll Jakob Líndal skrifar 31. maí 2021 19:01 Nýverið rakst ég á færslu á facebook þar sem tvær tillögur að mótun miðbæjarkjarna voru bornar saman. Önnur tillagan sýndi framtíðarsýn fyrir nýjan miðbæ á Selfossi en hin fyrir miðbæinn á Akureyri. Sjónarmið þeirra sem gerðu athugasemdir við færsluna skipust í tvo flokka. Í öðrum voru þeir sem töldu nýja miðbæinn á Selfossi vera dæmi um aðlaðandi umhverfi og gera þyrfti mun betur á Akureyri. Í hinum flokknum voru svo þeir sem sögðu samanburðinn ekki sanngjarnan, jafnvel villandi og afvegaleiðandi, því að hér væri epli borið saman við appelsínu. Jú, vissulega var í þessu tilviki verið að bera saman epli og appelsínu, því aðtillagan um mótun miðbæjarins á Selfossi sýndi fullhönnuð hús en sú frá Akureyri var deiliskipulagstillaga, sem aðeins sýndi leyfilegt umfang bygginga og hámarksstærðir þeirra en ekki fullnaðarhönnun. Gott og vel. En það er kengur í þessu. Ástæðan er þessi. Tillaga að deiliskipulagi, sem er áætlun um framtíðarþróun innan tiltekins svæðis, er á einhverjum tímapunkti sett í auglýsingu og athugasemdaferli. Það er glugginn sem löggjafinn veitir almenningi svo að hann geti tjáð hug sinn og komið afstöðu sinni á framfæri. Þetta heitir samráð. Þetta er hluti af lýðræðinu. Í þessum glugga leggst almenningur yfir skipulagsgögnin; uppdrætti, greinargerðir, teikningar, myndir o.s.frv., til að myndasér skoðun á þeirri áætlun sem sett er fram. Framlögð gögn eru útgangspunktur almennings og það eina sem hinn almenni borgari getur verið viss um, er að fyrirhuguð uppbygging verður að vera innan þeirra marka sem deiliskipulagið setur. Eðli málsins samkvæmt hlýtur hinn almenni borgari því að miða athugasemdir sínar við leyfilegt umfang og hámarksstærðir, þ.e. hvað honum finnst um framtíðarþróunina ef allar heimildir yrðu nýttar til fulls – því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það einn möguleiki á útfærslu. Á þessum grunni er skrifuð athugasemd, hún send inn til afgreiðslu sveitarfélagsins og sveitarfélagið þarf að svara henni skriflega með rökstuddum hætti. Þá eru viðbrögðin gjarnan í anda þess sem rætt var hér að ofan, þ.e. að deiliskipulagið sýni aðeins leyfilegt umfang og hámarksstærðir og að deiliskipulagstillagan sýni ekki endilega endanlegt umfang, útlit og ásýnd þess sem koma skal – hún sýni ekki endilega raunsæja mynd. Sú umræða komi á síðari stigum, þ.e. í hinu eiginlega hönnunarferli. Svo heldur deiliskipulagsferlið áfram og því lýkur með því að tillagan er staðfest og nýtt deiliskipulag tekur gildi. Með öðrum orðum, ný áætlun um framtíðarþróun innan tiltekins svæðis liggur fyrir. Fullnaðarhönnun innan svæðisins hefst svo á grunni gildandi deiliskipulags. Svo kemur í ljós að almenningi líkar ekki hönnunin og vill koma athugasemdum að. En hvað? Á þessum tímapunkti er enginn lögformlegur vettvangur fyrir almenning að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, og þegar slíkt er reynt er svarið jafnan að hönnunin rúmist innan skilmála gildandi deiliskipulags. Í hnotskurn er málið svona. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir að almenningur fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vinnslustigi skipulagstillagna. Þegar kemur að slíku og athugasemdir berast, þá er brugðist við með því að segja að athugasemdirnar séu ótímabærar, því að framlögð skipulagsgögn sýni ekki endilega það sem koma skal, þ.e. raunsæja mynd. En þegar nánari hönnunargögn liggja fyrir, er tilfellið að almenningur hefur engin lögformleg tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri. Í mínum huga gengur þetta ekki upp, ef samráð er eitthvað sem taka á alvarlega. Alvöru samráð og umræðugrundvöllur fæst ekki nema uppfyllt sé sú sjálfsagða krafa, að almenningur fái, þegar athugasemdagluggar opnast, gögn í hendurnar sem endurspegla framtíðarsýnina í öllum meginatriðum. Annað er vanvirðing við fólk sem vill af heilum hug taka þátt í umræðunni og mótun umhverfisins. Sé almenningi látin í té skýrari gögn, helst á fyrstu stigum skipulagsgerðar, hvort sem um deili- eða aðalskipulag er að ræða, þá mun það draga úr óþarfa togstreitu innan málaflokksins og flýta fyrir afgreiðslu mála. Skýrari gögn einfalda samtalið, skapa skýrari umræðugrundvöll, meira traust milli málsaðila og draga úr líkum á skipulagsmistökum, sem eru einhver þau dýrustu sem samfélagið getur gert. Skipulagsmál er vandasamur málaflokkur, þar sem miklir umhverfis-, efnahags- og samfélagslegir hagsmunir búa oft að baki, og mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um þá stefnu sem rekin er. Skipulagsmál eiga ekki að snúast um hag fárra, hagur heildarinnar á alltaf að ráða þegar kemur að slíkum málum. Kjörnir fulltrúar og aðrir sem koma að skipulagsmálum þurfa því að gangast við þessari ábyrgð og tryggja farsæla framvindu innan málaflokksins með því að hafa umræðuna uppi á borðum og leggja fram skýrar hugmyndir, þannig að upplýsandi, gegnsæ og uppbyggileg umræða geti átt sér stað. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýverið rakst ég á færslu á facebook þar sem tvær tillögur að mótun miðbæjarkjarna voru bornar saman. Önnur tillagan sýndi framtíðarsýn fyrir nýjan miðbæ á Selfossi en hin fyrir miðbæinn á Akureyri. Sjónarmið þeirra sem gerðu athugasemdir við færsluna skipust í tvo flokka. Í öðrum voru þeir sem töldu nýja miðbæinn á Selfossi vera dæmi um aðlaðandi umhverfi og gera þyrfti mun betur á Akureyri. Í hinum flokknum voru svo þeir sem sögðu samanburðinn ekki sanngjarnan, jafnvel villandi og afvegaleiðandi, því að hér væri epli borið saman við appelsínu. Jú, vissulega var í þessu tilviki verið að bera saman epli og appelsínu, því aðtillagan um mótun miðbæjarins á Selfossi sýndi fullhönnuð hús en sú frá Akureyri var deiliskipulagstillaga, sem aðeins sýndi leyfilegt umfang bygginga og hámarksstærðir þeirra en ekki fullnaðarhönnun. Gott og vel. En það er kengur í þessu. Ástæðan er þessi. Tillaga að deiliskipulagi, sem er áætlun um framtíðarþróun innan tiltekins svæðis, er á einhverjum tímapunkti sett í auglýsingu og athugasemdaferli. Það er glugginn sem löggjafinn veitir almenningi svo að hann geti tjáð hug sinn og komið afstöðu sinni á framfæri. Þetta heitir samráð. Þetta er hluti af lýðræðinu. Í þessum glugga leggst almenningur yfir skipulagsgögnin; uppdrætti, greinargerðir, teikningar, myndir o.s.frv., til að myndasér skoðun á þeirri áætlun sem sett er fram. Framlögð gögn eru útgangspunktur almennings og það eina sem hinn almenni borgari getur verið viss um, er að fyrirhuguð uppbygging verður að vera innan þeirra marka sem deiliskipulagið setur. Eðli málsins samkvæmt hlýtur hinn almenni borgari því að miða athugasemdir sínar við leyfilegt umfang og hámarksstærðir, þ.e. hvað honum finnst um framtíðarþróunina ef allar heimildir yrðu nýttar til fulls – því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það einn möguleiki á útfærslu. Á þessum grunni er skrifuð athugasemd, hún send inn til afgreiðslu sveitarfélagsins og sveitarfélagið þarf að svara henni skriflega með rökstuddum hætti. Þá eru viðbrögðin gjarnan í anda þess sem rætt var hér að ofan, þ.e. að deiliskipulagið sýni aðeins leyfilegt umfang og hámarksstærðir og að deiliskipulagstillagan sýni ekki endilega endanlegt umfang, útlit og ásýnd þess sem koma skal – hún sýni ekki endilega raunsæja mynd. Sú umræða komi á síðari stigum, þ.e. í hinu eiginlega hönnunarferli. Svo heldur deiliskipulagsferlið áfram og því lýkur með því að tillagan er staðfest og nýtt deiliskipulag tekur gildi. Með öðrum orðum, ný áætlun um framtíðarþróun innan tiltekins svæðis liggur fyrir. Fullnaðarhönnun innan svæðisins hefst svo á grunni gildandi deiliskipulags. Svo kemur í ljós að almenningi líkar ekki hönnunin og vill koma athugasemdum að. En hvað? Á þessum tímapunkti er enginn lögformlegur vettvangur fyrir almenning að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, og þegar slíkt er reynt er svarið jafnan að hönnunin rúmist innan skilmála gildandi deiliskipulags. Í hnotskurn er málið svona. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir að almenningur fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vinnslustigi skipulagstillagna. Þegar kemur að slíku og athugasemdir berast, þá er brugðist við með því að segja að athugasemdirnar séu ótímabærar, því að framlögð skipulagsgögn sýni ekki endilega það sem koma skal, þ.e. raunsæja mynd. En þegar nánari hönnunargögn liggja fyrir, er tilfellið að almenningur hefur engin lögformleg tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri. Í mínum huga gengur þetta ekki upp, ef samráð er eitthvað sem taka á alvarlega. Alvöru samráð og umræðugrundvöllur fæst ekki nema uppfyllt sé sú sjálfsagða krafa, að almenningur fái, þegar athugasemdagluggar opnast, gögn í hendurnar sem endurspegla framtíðarsýnina í öllum meginatriðum. Annað er vanvirðing við fólk sem vill af heilum hug taka þátt í umræðunni og mótun umhverfisins. Sé almenningi látin í té skýrari gögn, helst á fyrstu stigum skipulagsgerðar, hvort sem um deili- eða aðalskipulag er að ræða, þá mun það draga úr óþarfa togstreitu innan málaflokksins og flýta fyrir afgreiðslu mála. Skýrari gögn einfalda samtalið, skapa skýrari umræðugrundvöll, meira traust milli málsaðila og draga úr líkum á skipulagsmistökum, sem eru einhver þau dýrustu sem samfélagið getur gert. Skipulagsmál er vandasamur málaflokkur, þar sem miklir umhverfis-, efnahags- og samfélagslegir hagsmunir búa oft að baki, og mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um þá stefnu sem rekin er. Skipulagsmál eiga ekki að snúast um hag fárra, hagur heildarinnar á alltaf að ráða þegar kemur að slíkum málum. Kjörnir fulltrúar og aðrir sem koma að skipulagsmálum þurfa því að gangast við þessari ábyrgð og tryggja farsæla framvindu innan málaflokksins með því að hafa umræðuna uppi á borðum og leggja fram skýrar hugmyndir, þannig að upplýsandi, gegnsæ og uppbyggileg umræða geti átt sér stað. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar