Kópavogur hefur ekki innleitt Barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 1. júní 2021 11:00 Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Kópavogur Réttindi barna Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
(1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun