Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 16:45 Stóru bankarnir þrír hækkuðu sömuleiðis vexti sparnaðarreikninga. Vísir Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. Hjá Landsbankanum hækkuðu breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,15 prósentustig í dag. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki og vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, haldast sömuleiðis óbreyttir. Vextir óverðtryggðra lána Landsbankans vegna bíla- og tækjafjármögnunar voru hækkaðir um 0,15 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,10 til 0,25 prósentustig. Hækka um allt að 0,25 prósentustig Hjá Arion banka hækka óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,10 prósentustig og verða 3,54%. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 4,35%. Verðtryggðir íbúðalánavextir eru óbreyttir en kjörvextir bílalána hækka um 0,10 prósentustig og verða 5,10%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,25 prósentustig. Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,25 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára hækka um 0,20 prósentustig og til fimm ára hækka um 0,55 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka sömuleiðis um 0,25 prósentustig. Hækka líka vexti sparnaðarreikninga Vextir á íbúðalánum hafa lækkað hratt síðustu fimmtán mánuði samhliða sögulega lágum stýrivöxtum. Nú er breyting þar á en Seðlabankinn tilkynnti þann 19. maí síðastliðinn að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig, einkum til að bregðast við mikilli verðbólgu sem hefur reynst þrálátari en gert var ráð fyrir. Litast verðbólgan meðal annars af hækkun húsnæðisverðs sem talin er að hluta tilkomin vegna lækkunar lánsvaxta og tilheyrandi þrýstings á fasteignamarkaðnum. Stýrivaxtahækkunin hefur sömuleiðis áhrif á innlánsvexti bankanna. Landsbankinn hækkar vextir á óverðtryggðum sparireikningum um allt að 0,20 prósentustig. Vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka í flestum tilvikum um 0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga haldast óbreyttir. Arion banki og Íslandsbanki hækka vexti helstu sparnaðarreikninga um 0,10 til 0,25 prósentustig. Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Hjá Landsbankanum hækkuðu breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,15 prósentustig í dag. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki og vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, haldast sömuleiðis óbreyttir. Vextir óverðtryggðra lána Landsbankans vegna bíla- og tækjafjármögnunar voru hækkaðir um 0,15 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,10 til 0,25 prósentustig. Hækka um allt að 0,25 prósentustig Hjá Arion banka hækka óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,10 prósentustig og verða 3,54%. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 4,35%. Verðtryggðir íbúðalánavextir eru óbreyttir en kjörvextir bílalána hækka um 0,10 prósentustig og verða 5,10%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,25 prósentustig. Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,25 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára hækka um 0,20 prósentustig og til fimm ára hækka um 0,55 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka sömuleiðis um 0,25 prósentustig. Hækka líka vexti sparnaðarreikninga Vextir á íbúðalánum hafa lækkað hratt síðustu fimmtán mánuði samhliða sögulega lágum stýrivöxtum. Nú er breyting þar á en Seðlabankinn tilkynnti þann 19. maí síðastliðinn að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig, einkum til að bregðast við mikilli verðbólgu sem hefur reynst þrálátari en gert var ráð fyrir. Litast verðbólgan meðal annars af hækkun húsnæðisverðs sem talin er að hluta tilkomin vegna lækkunar lánsvaxta og tilheyrandi þrýstings á fasteignamarkaðnum. Stýrivaxtahækkunin hefur sömuleiðis áhrif á innlánsvexti bankanna. Landsbankinn hækkar vextir á óverðtryggðum sparireikningum um allt að 0,20 prósentustig. Vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka í flestum tilvikum um 0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga haldast óbreyttir. Arion banki og Íslandsbanki hækka vexti helstu sparnaðarreikninga um 0,10 til 0,25 prósentustig.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45