Haukur Helgi í Njarðvík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2021 20:45 Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð. Vísir/Bára Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta. Haukur Helgi hefur lék með liði Andorra í ACB-deildinni á Spáni á nýafstaðinni leiktíð. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík. Þetta kom fram á vef Njarðvíkur í kvöld sem og viðtal við Hauk Helga. Haukur Helgi lék með Njarðvík tímabilið 2015-2016 þar sem Njarðvík fór alla leið í undanúrslit og tapaði gegn KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum það árið. Hann snýr nú aftur til Njarðvíkur og hittir þar fyrir Benedikt Guðmundsson sem tók nýverið við liðinu. Þeir hafa áður unnið saman. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjölskyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf enda mikið hark og rót á atvinnumannaferli körfuknattleiksmanns,” sagði Haukur Helgi í samtali við vef Njarðvíkur í kvöld. Haukur Helgi í Njarðvík næstu þrjú árin https://t.co/hamOnBHgub #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/eZC7nQsdhQ— UMFN (@UMFNOfficial) June 1, 2021 „Ég kem einnig heim til þess að leggja frekari grunn að framtíðarvinnu minni við sjávarútveginn og af þeim sökum finnst mér það réttasta skrefið fyrir okkur fjölskylduna að flytjast nú heim til Íslands. Þessi ákvörðun hefur vissulega farið fram og til baka en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta aldrei spurning.” „Nú er búið að stokka spilin talsvert hjá félaginu og síðast þegar ég lék í Njarðvík var mér mjög vel tekið. Njarðvík, að mínu mati, á ekki að finna sig á þeim stað sem liðið var statt í vetur. Mitt verkefni með liðinu er að taka þátt í að snúa því við, byggja upp karakter og Njarðvíkurandann á nýjan leik. Þess vegna tel ég sterkt að gera þriggja ára samning við félagið enda erfitt að búa eitthvað til aðeins á einu ári. Ég ætla mér að koma með metnað inn í félagið til að fara langt og gera atlögu að öllum titlum.” Um Benedikt Guðmundsson „Ef það er eitthvað sem Benni hefur verið að gera vel þá er það að taka við liðum sem eru að finna sinn farveg, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Hann má eiga það að slík verkefni leysir hann mjög vel. Ég þekki Benna mjög vel enda þjálfaði hann mig í yngri flokkum hjá Fjölni svo ég held að þetta verði fáránlega skemmtilegt.” Hinn 29 ára gamli Haukur Helgi hefur leikið með fjölda liða í atvinnumennsku. Þar má nefna Unics Kazan frá Rússlandi, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 frá Frakklandi ásamt Manresa, Breogán og Baskonia frá Spáni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Haukur Helgi hefur lék með liði Andorra í ACB-deildinni á Spáni á nýafstaðinni leiktíð. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík. Þetta kom fram á vef Njarðvíkur í kvöld sem og viðtal við Hauk Helga. Haukur Helgi lék með Njarðvík tímabilið 2015-2016 þar sem Njarðvík fór alla leið í undanúrslit og tapaði gegn KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum það árið. Hann snýr nú aftur til Njarðvíkur og hittir þar fyrir Benedikt Guðmundsson sem tók nýverið við liðinu. Þeir hafa áður unnið saman. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjölskyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf enda mikið hark og rót á atvinnumannaferli körfuknattleiksmanns,” sagði Haukur Helgi í samtali við vef Njarðvíkur í kvöld. Haukur Helgi í Njarðvík næstu þrjú árin https://t.co/hamOnBHgub #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/eZC7nQsdhQ— UMFN (@UMFNOfficial) June 1, 2021 „Ég kem einnig heim til þess að leggja frekari grunn að framtíðarvinnu minni við sjávarútveginn og af þeim sökum finnst mér það réttasta skrefið fyrir okkur fjölskylduna að flytjast nú heim til Íslands. Þessi ákvörðun hefur vissulega farið fram og til baka en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta aldrei spurning.” „Nú er búið að stokka spilin talsvert hjá félaginu og síðast þegar ég lék í Njarðvík var mér mjög vel tekið. Njarðvík, að mínu mati, á ekki að finna sig á þeim stað sem liðið var statt í vetur. Mitt verkefni með liðinu er að taka þátt í að snúa því við, byggja upp karakter og Njarðvíkurandann á nýjan leik. Þess vegna tel ég sterkt að gera þriggja ára samning við félagið enda erfitt að búa eitthvað til aðeins á einu ári. Ég ætla mér að koma með metnað inn í félagið til að fara langt og gera atlögu að öllum titlum.” Um Benedikt Guðmundsson „Ef það er eitthvað sem Benni hefur verið að gera vel þá er það að taka við liðum sem eru að finna sinn farveg, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Hann má eiga það að slík verkefni leysir hann mjög vel. Ég þekki Benna mjög vel enda þjálfaði hann mig í yngri flokkum hjá Fjölni svo ég held að þetta verði fáránlega skemmtilegt.” Hinn 29 ára gamli Haukur Helgi hefur leikið með fjölda liða í atvinnumennsku. Þar má nefna Unics Kazan frá Rússlandi, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 frá Frakklandi ásamt Manresa, Breogán og Baskonia frá Spáni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira