Úrslitin ráðast á því hvernig Valskonur verjast töfrakonunni Rut Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 12:31 Rut Jónsdóttir var tekin föstum tökum í einvígi KA/Þórs og Vals. vísir/hulda margrét Úrslitin í einvígi KA/Þórs og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta ráðast að miklu leyti á því hvernig Valskonur verjast Rut Jónsdóttur. Þetta segir Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals hefst í KA-heimilinu í kvöld. KA/Þór vann ÍBV í eftirminnilegum oddaleik fyrir norðan um helgina á meðan Valur hefur verið í smá fríi eftir að hafa slegið Fram út, 2-0, í undanúrslitunum. Eyjakonur gerðu Akureyringum erfitt fyrir með því að taka Rut nánast úr umferð stærstan hluta einvígisins. Sunneva segir að Valskonur gætu farið sömu leið. „Ef Valur tekur Rut út ætla ég að spá Val sigri en ef þær spila 6-0 vörn spái ég KA/Þór sigri. Þetta fer mikið eftir því hvað Rut fær að gera,“ sagði Sunneva við Vísi í dag. Hún hallast frekar að Valssigri í kvöld en segir allar líkur á að úrslit einvígisins ráðist í oddaleik. KA/Þór hefur aðeins tapað tveimur leikjum allt tímabilið.vísir/hulda margrét „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að spá fyrir um úrslit og fyrir þessar rimmur. Þetta hefur verið ógeðslega skemmtilegt,“ sagði Sunneva. „Rut er töfrakona og getur gert allan fjandann. En ef þær taka hana út og hún fær ekki að vera með held ég að Valur vinni,“ bætti hún við. Dýrmætt fyrir Val að Thea sé í stuði Sunneva segir að Valur sé heilt yfir með sterkara lið og meiri breidd. Sunneva segir að miklu muni um að Thea Imani Sturludóttir hafi fundið fjölina sína og svo auðvitað um Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem tók skóna af hillunni í vetur og hefur sýnt að hún hefur engu gleymt. Thea Imani Sturludóttir hefur náð sér vel á strik í úrslitakeppninni eftir að hafa verið nokkuð róleg í deildarkeppninni.vísir/hulda margrét „Hún hefur verið frábær í þessari úrslitakeppni og það er hrikalega dýrmætt fyrir Val. Hún er með þessar sleggjur og geta líka „fintað“ sig í gegn. Það kemur svo mikil ógn fyrir utan. Hún getur gert allt. Svo gerir Anna Úrsúla svo mikið fyrir þær í vörninni og upp á stemmninguna,“ sagði Sunneva. Eins og alltaf í svona einvígi veltur mikið á markvörslunni. Matea Lonac stendur á milli stanganna hjá KA/Þór en Saga Sif Gísladóttir hjá Val. Held að Saga detti í gírinn „Matea er búin að vera stöðugri í vetur og átt fleiri góða leiki. Saga hefur verið upp og niður en þegar hún á góða leiki hefur hún verið frábær,“ sagði Sunneva. „Þetta snýst rosalega mikið um vörn og markvörslu í kvöld. Þetta verður keppni á milli markvarðanna. Ég held að Saga detti í gírinn og ætla að spá henni sigri í baráttu markvarðanna í dag.“ Saga Sif Gísladóttir kom til Vals frá Haukum fyrir tímabilið og gæti unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á næstu dögum.vísir/hulda margrét Ef Rut verður tekin föstum tökum og hreinlega úr umferð í leiknum í kvöld og öðrum leikjum í einvíginu þurfa aðrir útispilarar KA/Þórs að láta að sér kveða og taka af skarið. „Þá snýst þetta rosalega mikið um Aldísi [Ástu Heimisdóttir], Sólveigu [Láru Kristjánsdóttur] og Huldu [Bryndísi Tryggvadóttur]. Þær verða að stíga upp eins og þær gerðu í oddaleiknum gegn ÍBV,“ sagði Sunneva. Aldís Ásta Heimisdóttir er mikilvægur hlekkur í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Það að leggja ofuráherslu á að stöðva Rut getur ekki bara opnað fyrir aðra útispilara heldur einnig línuna. Sunneva segir að KA/Þór þurfi þó að hafa mikið fyrir því að opna Valsvörnina. „Ef Valur tekur Rut út opnast gat fyrir aftan en KA/Þór er alltaf að fara að mæta betri vörn en gegn ÍBV. Valsstelpurnar eru fljótari á fótunum og sneggri. KA/Þór lendir í vandræðum ef Rut fær ekki að taka þátt,“ sagði Sunneva að lokum. Leikur KA/Þórs og Vals hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Valur Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals hefst í KA-heimilinu í kvöld. KA/Þór vann ÍBV í eftirminnilegum oddaleik fyrir norðan um helgina á meðan Valur hefur verið í smá fríi eftir að hafa slegið Fram út, 2-0, í undanúrslitunum. Eyjakonur gerðu Akureyringum erfitt fyrir með því að taka Rut nánast úr umferð stærstan hluta einvígisins. Sunneva segir að Valskonur gætu farið sömu leið. „Ef Valur tekur Rut út ætla ég að spá Val sigri en ef þær spila 6-0 vörn spái ég KA/Þór sigri. Þetta fer mikið eftir því hvað Rut fær að gera,“ sagði Sunneva við Vísi í dag. Hún hallast frekar að Valssigri í kvöld en segir allar líkur á að úrslit einvígisins ráðist í oddaleik. KA/Þór hefur aðeins tapað tveimur leikjum allt tímabilið.vísir/hulda margrét „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að spá fyrir um úrslit og fyrir þessar rimmur. Þetta hefur verið ógeðslega skemmtilegt,“ sagði Sunneva. „Rut er töfrakona og getur gert allan fjandann. En ef þær taka hana út og hún fær ekki að vera með held ég að Valur vinni,“ bætti hún við. Dýrmætt fyrir Val að Thea sé í stuði Sunneva segir að Valur sé heilt yfir með sterkara lið og meiri breidd. Sunneva segir að miklu muni um að Thea Imani Sturludóttir hafi fundið fjölina sína og svo auðvitað um Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem tók skóna af hillunni í vetur og hefur sýnt að hún hefur engu gleymt. Thea Imani Sturludóttir hefur náð sér vel á strik í úrslitakeppninni eftir að hafa verið nokkuð róleg í deildarkeppninni.vísir/hulda margrét „Hún hefur verið frábær í þessari úrslitakeppni og það er hrikalega dýrmætt fyrir Val. Hún er með þessar sleggjur og geta líka „fintað“ sig í gegn. Það kemur svo mikil ógn fyrir utan. Hún getur gert allt. Svo gerir Anna Úrsúla svo mikið fyrir þær í vörninni og upp á stemmninguna,“ sagði Sunneva. Eins og alltaf í svona einvígi veltur mikið á markvörslunni. Matea Lonac stendur á milli stanganna hjá KA/Þór en Saga Sif Gísladóttir hjá Val. Held að Saga detti í gírinn „Matea er búin að vera stöðugri í vetur og átt fleiri góða leiki. Saga hefur verið upp og niður en þegar hún á góða leiki hefur hún verið frábær,“ sagði Sunneva. „Þetta snýst rosalega mikið um vörn og markvörslu í kvöld. Þetta verður keppni á milli markvarðanna. Ég held að Saga detti í gírinn og ætla að spá henni sigri í baráttu markvarðanna í dag.“ Saga Sif Gísladóttir kom til Vals frá Haukum fyrir tímabilið og gæti unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á næstu dögum.vísir/hulda margrét Ef Rut verður tekin föstum tökum og hreinlega úr umferð í leiknum í kvöld og öðrum leikjum í einvíginu þurfa aðrir útispilarar KA/Þórs að láta að sér kveða og taka af skarið. „Þá snýst þetta rosalega mikið um Aldísi [Ástu Heimisdóttir], Sólveigu [Láru Kristjánsdóttur] og Huldu [Bryndísi Tryggvadóttur]. Þær verða að stíga upp eins og þær gerðu í oddaleiknum gegn ÍBV,“ sagði Sunneva. Aldís Ásta Heimisdóttir er mikilvægur hlekkur í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Það að leggja ofuráherslu á að stöðva Rut getur ekki bara opnað fyrir aðra útispilara heldur einnig línuna. Sunneva segir að KA/Þór þurfi þó að hafa mikið fyrir því að opna Valsvörnina. „Ef Valur tekur Rut út opnast gat fyrir aftan en KA/Þór er alltaf að fara að mæta betri vörn en gegn ÍBV. Valsstelpurnar eru fljótari á fótunum og sneggri. KA/Þór lendir í vandræðum ef Rut fær ekki að taka þátt,“ sagði Sunneva að lokum. Leikur KA/Þórs og Vals hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Valur Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira